Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 51
NORÐURLJÓSIÐ
51
sagt með Páli postula: „Ég er krossfestur með Kristi, sjálfur lifi ég
ekki framar, heltfur lifir Kristur í mér. En það sem ég þó enn lifi í
holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálf-
an sig í sölurnar fyrir mig.“ „Kærleikur Krists knýr oss, með því að
vér ihöfum ályktað svo: Einn er dáinn fyrir alla, þá eru þeir allir
dánir; og hann er dáinn fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, lifi ekki
framar sjálfum sér, heldur honum, sem fyrir þá er dáinn og uppris-
inn.“
Æska Islands, lifðu fyrir Krist. Það er nógu háleitt og nógu víð-
feðmt verkefni handa þér, meðan þú lifir hér á jörðinni.
Hafi þökk mína og hlessun Guðs allir þeir, sem hlýtt hafa á orð
mín — eða lesa þau — einkum þeir, sem breyta eftir þeim.
Hví ekki að þiggja dýra gjöf?
Ég var staddur á heimili víðkunnrar konu. Við ræddum trúmál,
frjálslega og óþvingaS.
Ekki man ég, með hverjum hætti það var, að talið barst að fyrir-
gefningu syndanna. Ég lét í ljós, að Guð vildi fyrirgefa syndir okk-
ar vegna dauða sonar hans á krossinum á Golgata.
Hún sagði á þessa leið: „Ég hefi syndgað svo mikið, að ég þori
ekki að biðja Guð um svo mikið.“ (það er: um fyrirgefningu synd-
anna.)
Ég sagði þá: „Setjum svo, að þú værir gestur Englands drottning-
ar og að hún leiddi þig í stóran sal eða herbergi, þar sem væri fullt
af alls konar munum, misjafnlega verðmætum. Hún segði svo á
þessa leið við þig: „Þú mátt eiga hvaða blut, sem þú vilt, af þessu,
sem er í þessum sal.“ „Hvernig hlut mundir þú velja þér?“ „Ég
mundi velja mér einhvern af hinum verðminni,“ sagði hún.
„Þú þyrftir þess ekki,“ sagði ég. „Það væri drottningunni til heið-
urs, að þú veldir dýrasta hlutinn. Það sýndi örlæti hennar, að hún
gaf þér slíkan hlut.“
Ég hélt svo áfram á þá leið, að þannig væri það Guði til dýrðar
að gefa okkur fyrirgefningu syndanna vegna dauða sonar síns, Drott-
ins Jesú Krists. Hann var hið bezta og dýrmætasta, sem hann átti.
Og vegna hans er Guð fús til að fyrirgefa, jafnvel hinar mestu synd-
ir, vegna dauða Krists.
Ef ég mætti segja það, þá finnst mér, að það vegsami Guð meir,