Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 177
NORÐURLJ ÓSIÐ
177
Drottinn Jesús sagði: „Sérhver sá öðlast, er biður.“ Eftir sér-
staka bæn fyrir Júlíu gaf hann henni það, að allur óróleiki hvarf
frá henni. Þrátt fyrir þrautir líkamans virtist hún eiga djúpan frið.
„Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi,“ virtist vera hjá henni,
er hún dó. Foreldrarnir fundu hann í sjúkrastofunni. Telpan hafði
eitt sinn sagt við þau: „Ég bið fyrir ykkur.“ Við getum ekki efazt
um, að hún hafi verið borin heim til frelsara síns. Mun þá ekki hið
sama hafa átt sér stað um frú Láru? Getur ekki andvarp tollheimtu-
mannsins: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur,“ hafa stigið upp
frá hjarta hennar, þótt engin mannleg eyru heyrðu það? Víst er um
það, að ólýsanlegur friður var við dánarbeð þeirra beggja: litlu,
óspilltu stúlkunnar og konunnar, sem taldi sig hafa syndgað svo
mikið, að hún þyrði ekki að biðja Guð um fyrirgefningu. Slíkt
hugarfar er Guði að skapi, en ekki sá sj álfbirgingsháttur, sem telur
sig geta borið baggann sinn sjálfur og í krafti góðrar breytni gengið
framfyrir auglit hins heilaga Guðs.
Víst er um það, að bersynduga konan, sem grét við fætur frelsar-
ans, fékk sínar mörgu syndir fyrirgefnar. Tollheimtumaðurinn,
sem bað: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur“ fór réttlættari
heim til sín en Faríseinn. Ræninginn á krossinum, sem bað Jesúm
að minnast sín, fékk þetta fyrirheit: „í dag skaltu vera með mér í
Paradís.“ — Ég hefi tekið mér stöðu með þessu fólki og Páli post-
ula, sem kvaðst vera „fremstur“ syndugra manna, sem Kristur Jesús
kom til að frelsa.
Viltu koma í þennan hóp, kæri lesari minn? Vertu einn af þeim,
sem Jesús frelsar. Þig iðrar þess ekki daginn eftir dauðann.
Birt með samþykki hr. Steingríms Sigursteinssonar. — S. G. J.
Krossinn kveikir hatur djöfulsins
Á dögum kristniboðsins í Kína var Miss Tippet stödd í helli í
Shansi ásamt kínverskum lækni, sem haldinn var illum anda. Hún
spurði hann, hvort hann hefði lesið sálm, sem prentaður var á blað,
er lá þar á borði. „Nei“, svaraði hann snöggt. Hann tók þá blaðið
og las það upphátt. Á dásamlegan hátt skýrði hann merkinguna í
liverju versi og gerði það langtum betur en flestir kristnir menn
gætu gert. Hann endaði með því að gera gys að því og segja hrylli-
leg orð um það.