Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 121
NORÐ URLJÓSIÐ
121
2600 ára gamall spádómur að rætast
Rússar hjólpuðu til þess.
Fyrir skemmstu, þegar þetta er ritað, var Aswan stíflan í Egifta-
landi formlega tekin í notkun. Viðstatt var stórmenni, meðal annars
frá Rússlandi, enda er rússneskt hugvit, tækniþekking og fjármagn
snarasti þátturinn í þessari stíflugerð.
Sá uggur gerir nú þegar vart við sig, að vel geti farið svo, að
Egiftar óski þess heitast, að stífla þessi hefði aldrei komið í Níl.
Fyrir um það -bil 26 öldum lét Drottinn þjón sinn Jesaja spámann
rita spádóm um Egiftaland. Hann er á þessa leið:
„Vötnin í sjónum (Efri-Níl er oft nefnd sjór af landsmönnum)
munu þverra, og fljótið grynnast og þorna upp. Árkvíslarnar munu
fúlna (foul, enskar þýð., óhreinkast, mengast), fljót Egiftalands
þverra og þorna, reyr og sef visna. Engjarnar fram með Níl, á sjálf-
um Nílar-bökkunum, og öll sáðlönd við Níl, þorna upp, eyðast og
hverfa. Þá munu fiskimennirnir andvarpa og allir þeir sýta, sem
öngli renna í Níl, og þeir, sem leggja net í vötn, munu örvilnast.
Þeir, sem vinna hörinn, munu standa ráðþrota, kembingarkonurnar
og vefararnir blikna. Stoðir landsins skulu brotnar verða sundur,
allir þeir, sem vinna fyrir kaup, verða hugdaprir. Höfðingjamir í
Zóan eru tómir heimskingjar.... Þeir, sem eru hyrningarsteinar
(yfirmenn) ættkvísla Egiftalands, hafa leitt það á glapstigu.“ (Jes.
19. 5.—11., 13.)
Níl hefir um- þúsundir ára vökvað og frjóvgað Egiftaland. Vatn
hennar hefir verið þrungið næringarefnum fyrir alls konar plöntur
bæði á þurrlendi og í vatni. Frjósama leðjan fer ekki niður fyrir
stífluna. Hún sezt á botninn í Nasser-vatninu og mun með tímanum
fylla það upp. I stað hennar verður að koma tilbúinn áburður. Fisk-
urinn, sem áður hélt sig í óskvíslum Nílar, er að mestu horfinn það-
an. Er hið árlega tjón af því metið nú um 620 milljónir ísl. króna.
Sardínuveiðar og rækjuveiðar hafa stórlega dregizt saman. Sjórinn,
salt vatn hans, þrengir sér æ lengra upp ósa Nílar. Læknar óttast, að
sjúkdómar, sem sniglar og flugur bera, muni aukast mjög, nema
gætt sé ströngustu varúðar.
Óneitanlega er útlitið dökkt fyrir Egifta, því að orð Guðs munu