Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 125
NORÐURLJ ÓSIÐ
125
inu eins og kveikt hefði verið í pappír þar inni. Síðan virtist sem
Guð hefði snert þessa öskuhrúgu, sem datt í burtu. Eftir það andar-
tak var enginn sviði, enginn sársauki, engir verkir, ekki frá þeim
degi til þessa dags.“
Lækningarkraftaverkið gerðist é svo sem hálfri mínútu.
Paul Gunn hafði ekki snefil af vafa í huga sínum um, hvað hafði
gerzt. Hann vissi, að hann var læknaður á andartaki með krafti
heilags Anda. Þetta var 27. október 1949. Hann gekk uppréttur út
úr salnum þetta kvöld. Hann þurfti ekki lengur að styðjast við staf-
ina, því að hann var styrkur í Drottni.
Tveimur dögum seinna fór hr. Gunn í sjúkrahúsið. Rúmið beið
hans, og aðgerðin átti að fara fram næsta dag. Hann þarfnaðist
hvorugs. Hann gekk beint inn í skrifstofu læknisins og staðhæfði,
að hann hefði verið læknaður.
Eðlilega krafðist undrun lostinn læknirinn þess, að gagnger rann-
sókn færi fram. Var fyrri rannsókn endurtekin að öllu leyti ....
Er skoðuninni var algerlega lokið, gekk hann talsverða leið til
að finna vin sinn, sem verið hafði í sjúkrahúsinu með honum. Síð-
an fór hann heim í strætisvagni, og síðdegis fór hann i Carniege-
salinn til að færa þakkargerð fyrir lækningu sína.
Utkoman úr rannsókninni var sú, að engin merki fundust um hinn
banvæna sjúkdóm.
Eftir fáeina daga var hann aftur kominn til vinnu sinnar, er
læknir fyrirtækisins hafði dæmt hann hæfan. Hann hafði verið
fjarverandi þrjá og hálfan mánuð, og maður hafði verið ráðinn í
stað hans, en hann var samt settur aftur í fyrra verk sitt.
Fyrsta kvöldið, sem hann mætti til vinnu, komu tvö þúsund menn
og heilsuðu honum með handabandi og samfögnuðu honum. Enginn
hafði búizt við að sjá hann lifandi aftur. Verkamaður nokkur mælti
fyrir hönd margra: „Síðast tók ég í höndina á þér í sjúkrahúsinu
og hélt, að þú mundir deyja, meðan ég hélt í hana.“
Paul náði skjótt fullum holdum og varð að setja sig á sérstakt
matarræði skjótlega til að verða ekki of feitur.
Löngu áður en hann fékk krabbameinið hafði hann þjáðst stöðugt
af ýmiss konar þrautum og verkjum. Síðan hann læknaðist árið 1949,
hefir hann aldrei verið sjúkur nokkurn dag. Hann vinnur átta og
hálfa stund á hverri nóttu, sex nætur í viku.
„Ef þú stígur eitt spor í áttina til Jesú, mun hann stíga tvö spor