Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 110
110
NORÐURLJÓSIÐ
því: „Verkin, sem ég geri í nafni föður míns, þau vitna um mig.‘‘
(Jóh. 10., 25.).
Það er ekki ólíklegt, að lærisveinar Jóhannesar skírara hafi, eftir
upprisu Jesús Krists, trúað á Jesúm sem Messías — meðfram vegna
þess, að þeir sáu og heyrðu um kraftaverk Jesú, þegar Jóhannes
sendi þá til hans.
I Guðs friði. Olafur Tryggvason,
Kothvammi, V.-Hún.
„Sannleikurinn er sagna beztur”
Þegar ég var að safna efni í Nlj. sl. ár, rak ég mig á grein í
„Sverði Drottins“, sem ég þýði oft úr. Greinin fjallaði um það, að
nú hefði verið vísindalega sannað, að einn sólarhringur hafi tapazt
úr sögu mannkynsins, er sá atburður átti sér stað, sem ibiblían segir
frá í Jósúabók 10. kap. En þá hraðaði sólin sér eigi að ganga undir
í nærfellt heilan dag. Sönnunin átti að hafa fengizt með þeim hætti,
að tölva var að reikna aftur á bak í tímann göngu jarðarinnar á
braut sinni í sambandi við aðrar reikistjörnur. Allt í einu gaf tölv-
an merki, rautt ljós, er sýndi, að eitthvað væri að. Það var rannsak-
að og kom í ljós, að nálega einn sólarhringur hafði tapazt á þeim
tíma, sem Jósúa var uppi.
Þar sem ég hefi alltaf opin augu fyrir öllu því, er varpað getur
ljósi á torskildar frásagnir heilagrar ritningar, sneri ég greininni
umsvifalaust á íslenzku. En svo tók að sækja á mig eitthvert hik.
Væri ekki réttast að rita og spyrjast fyrir um, hvort þetta hefði verið
staðfest. Það er enginn ávinningur að birta nokkuð það, sem ekki
er rétt, sem þolir ekki rannsókn.
Ég ritaði svo stúlkunni, sem tekið hafði greinina i hlaðið og bað
um staðfestingu. Talsvert löngu síðar fékk ég bréf frá starfsmanni
við „Sverðið“. Lét hann fylgja því úrklippta grein, sem birzt hafði
síðar í „Sverði Drottins“. Mér hafði sézt yfir hana. Ég sneri köflum
úr henni á íslenzku og læt þá koma hér. Er það vegna þess, að ís-
lenzkt blað hefur birt hina greinina. Síðari greinin heitir:
Meira um langa daginn hans Jósúa.
„Vér birtum í dálki Miss Viola Walden í „Sverði Drottins“ sögu