Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 43
NORÐ URLJ ÓSIÐ
43
hlaðið. En ég gat rifið niður það, sem aðrir höfðu hlaðið. Það gerði
ég óspart. Þegar svo faðir minn hlóð eina vörðu, sem ég gæti setið
undir eða staðið og leitað mér skjóls 'hjá i vondum veðrum, þegar
ég gætti þar fjárins, þá fyrirbauð hann mér að rífa hana niður, að
viðlagðri hótun um flengingu, minnir mig. Ég gætti fjár á þessum
slóðum framyfir tvítugt. Lengi var mér til gremju varðan hans afa
míns. Hann var maður sterkur, og varðan var hlaðin úr svo stórum
steinum, að lengi vel skorti mig afl til að ryðja henni niður. Loks-
ins tókst það. En sá tími kom, að ég hlóð upp aftur allar vörður, sem
ég hafði rifið í bernsku og æsku, og varðan hans afa var endurhlað-
in líka. Þannig fara fullorðinsárin oft að „bæta það, sem brýtur
æskan galda,“ eins og sænska skáldið, Tegner, komst að orði. Ég
mæli engu ranglæti bót, og það er gott og heilbrigt, þegar fólki getur
gramizt það. En hvar er að finna það þjóðskipulag í þessum heimi,
að engum þegni finnist sér og frelsi sínu aldrei misboðið? En við
skulum enn hlýða á ráðleggingar Salómós.
„Lát eigi böl koma nærri líkama þínum,“ segir hann. Þetta er sú
ráðlegging, sem æska nútímans þarfnast, að við ekki nefnum nú
eldra fólkið, þótt það sé á öðrum sviðum. Ef nokkuð getur bakað
líkama mannsins böl, þá eru það fíknilyfin svonefndu, eiturlyfin.
Það er óttaleg, en ómótmælanleg staðreynd, að margir þeir, sem orð-
ið hafa heroini að bráð, byrjuðu á hassis, indverska hampinum. En
heroin framleiðir kvalir, sem líkjast því mest, að maðurinn liggi í
logandi eldi, þegar það er tekið af honum. Sjálfkrafa megnar varla
nokkur maður að hætta við það. Láttu aldrei þetta böl koma nálægt
líkama þínum. Forðastu fíknilyfin.
„Lát ekki böl koma nærri líkama þínum.“ Sáuð þið ekki mann-
inn voteyga og valtan á fótum, órakaðan, óhreinan og illa til fara?
Hann var eitt sinn ungur. En hann leyfði böli áfengisins að koma
nærri líkama sínum, meðan hann enn var ungur.
Enn skuluð þið heyra, hvað Salómó segir: „Mundu eftir skapara
þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau
árin nálgast, er þú segir um: „Mér líka þau ekki.“
Nú finnst mér ég heyra sagt: „Er nokkur skapari til? Hafa ekki
vísindin sannað, að allt hefir orðið til af sjálfu sér, þróazt sjálfkrafa
frá hinu lægsta til hins æðsta?“
Það er auðvitað satt, að Salómó þekkti ekki þróunarkenningu nú-
tímans. Allir vita, að guðfræðineminn og náttúrufræðingurinn