Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 79
NORÐURLJ ÓSIÐ
79
„Það gleður mig. Ég var að vona, að þú kæmir.“
„Þetta er aðeins hálft loforð, mundu það.“
„Það er betra en ekkert loforð og er svar við bæn.“
„Þú hefir verið að biðja fyrir mér. Ég er ekki heiðin, það veizt
þú.“
„Við þörfnumst öll fyrirbænar, hvort sem við erum kristin eða
ekki.“
Þær voru nú komnar heim, svo að samtalið féll niður.
Frú Lamer spurði: „Hvernig var guðsþjónustan?“
„Hún var mjög góð,“ svaraði Valda, gekk að útvarpinu og kveikti
á því. James leit upp úr blaðinu, renndi augum til systur sinnar fyrst,
en síðan til Noru. Hann velti fyrir sér, hvað það væri við þessa
stúlku, sem þegar hafði farið að koma af stað breytingum á heimil-
inu. Það var um hana friður og skapgerðar styrkur, sem kom öðrum
til að finna, að hún átti eitthvað, sem þá skorti. Það var þetta „eitt-
hvað,“ sem breytingunum hafði valdið.
4. Valda trúir.
Skólinn, sem Nora átti að kenna við, hófst næsta þriðjudag. Hún
var mikið af mánudeginum sokkin niður í undirbúning. Valda veitti
því athygli, hve niðursokkin hún var í starfsbók sina, og hún kenndi
öfundar aftur. Ó, að hún mætti fást við starf, er svo tæki hug henn-
ar allan.
Seint um kvöldið, er matreiðslukonan var gengin til náða, sátu
þær í eldhúsinu, ristuðu brauð og bjuggu sér til kaffi. Nora vildi
flýta sér að smyrja sneiðarnar, meðan þær enn voru heitar, en missti
þær niður á gólfið. Hún lá á hnjánum við að tína þær saman, er
James kom inn.
„Nora er tekin til aftur,“ sagði Valda hlæjandi. „Ég vissi, að
þetta gæti ekki staðið miklu lengur. Meira en tveir dagar, og hún
hefir ekki gert neitt glappaskot.“
Nora roðnaði, þar sem hún kraup, og óskaði þess, að James hefði
valið sér betri tíma til að líta inn til þeirra.
„Leyfðu mér,“ og rödd hans var eins svöl og hönd hans, er hann
reisti hana á fætur og tók upp síðustu sneiðina.
„Viltu ristað brauð og kaffi, James?“ spurði Valda.
„Þökk fyrir. Þið tvær fáið matreiðslukonuna á hælana.“