Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 26
26
NORÐURLJÓSIÐ
SÝNIÐ VARFÆRNI. VERIt) EKKI HÖRÐ í DÓMUM.
Eg finn, að fólk á efri árum þarfnast sérstakrar aðvörunar.
Margir, sem lesa þennan boðskap, eru aldrað fólk. Augu ykkar
eru opnari fyrir hættum kynlífs synda en augu unga fólksins. Sumir
voru lauslátir og spilltir á yngri árum. Þeir frelsuðust og urðu
kristnir. Nú getur þeim fundizt, að þeir sjái alls konar spillingu hjá
unga fólkinu, þótt það geri ekki annað en að fylgja röngum og
hættulegum siðum heimsins, af því að því hefir aldrei verið kennt,
hvað klapp og kjass geti Ieitt af sér. Kjass, klapp og ástaratlot eru
langtum verri, þegar þau eru höfð um hönd með saurlifnað fyrir
augum, heldur en þegar fáfrótt, ungt fólk, sem enginn hefir aðvar-
að, meinar ekkert meira með þessu en vináttu tákn. Ástargælur
eru samt ungu fólki hættulegar og rangar, hve saklaus sem tilgang-
urinn er. En við gerum rangt, ef við erum beisk og ásökum þá um
illan tilgang, sem aldrei datt saurlifnaður í hug, og mundu verða
undrandi að vita, að þeir voru í hættu.
Ungt fólk eða aldrað, er saurgað hefir huga sinn með spilltri
fortíð og spilltum hugsunum, verður einnig að gæta þess að dæma
ekki aðra. Guð sér hjartað. Eigum við að hugsa ljótt, þegar ættingj-
ar faðmast, er þeir skilja?
Einhver hæverskasta kona, sem ég þekki, er fyllt heilögum Anda
og vinnur sálir fyrir Krist. Hún vann mann nokkurn handa Kristi
eitt kvöld, er hún hafði lengi frætt hann og beðið hann að snúa sér.
Kona hans tók einnig þátt í þessu með henni. Þegar hann hafði frels-
azt, faðmaði hún hann. Þetta var óvenjulegt. Hjá yngri konu hefði
þetta armlag verið óviðeigandi. En hjá þessari Guði-helguðu konu,
sem gaf sig svo heils hugar að því að vinna sálir, fannst engum við-
stöddum þetta vera nokkuð annað en eðlileg útrás gleði yfir því,
að syndugur maður hafði snúið sér. Mig langaði til að faðma hann
líka. Þegar hugurinn er hreinn og haldið í heilögum skefjum, þá
varðveitist fólk miklu auðveldlegar frá synd en ella.
Ég hefi sagt hið framanskráða, til þess að flekkaðir hugir manna
telji ekki, að sérhver athöfn saklauss fólks sé ill. Séum við hrein-
hjörtuð sjálf, getum við hjálpað öðrum til að sjá hættuna, sem
ástadaður, svo sem klapp og kjass, hefir í för með sér.
Ó, æskufólk, við skulum haga líferni okkar þannig, að hinn bless-
aði Andi Guðs í okkur verði ekki hryggur. Við skulum lifa þannig,