Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 97
NORÐURLJÓSIÐ
97
„Viltu gera svo vel að koma á samkomuna í kvöld, James?“
„Koma á. .. hann þagnaði og hló dálítið. „Komstu alla þessa
leið aðeins til að segja þetta?“
„Já, ég fann, að ég varð að gera það. Viltu koma?“
Hann gekk fast að henni og tók um hendur hennar. „'Þú skrýtna
telpukorn. Trúin þín er þér mikils virði, er ekki svo? Mundi það
þóknast þér, að ég kæmi?“ „O, já.“
„Þá verður þú að vera hjá mér, þangað til samkoman er búin,“
var tilboð hans.
Hún kinkaði kolli, sagði ekkert. Hún fann, það væri rétt að sam-
þykkja þetta. Brátt voru þau á leiðinni í ibifreið hans á samkomuna.
Samkoman var byrjuð, er þau komu. Fagur söngur heyrðist út til
þeirra. Þau námu staðar andartak og hlýddu á þessa fögru hljóma.
Ekki hlustaði James mikið fyrst. Til að byrja með hlýddi hann á
hljómfagra rödd Noru við hlið sér. Þar á eftir var það að njóta
þessara fáu, dýrmætu andartaka með henni.
Smám saman varð þó rödd prédikarans meira en undirleikur við
hugsanir hans. Áður en langt leið hafði hann gleymt Noru og teyg-
aði hvert orð í sig. Aldrei hafði hann heyrt mann prédika þessu líkt.
James vissi ekki, hver hann var og kærði sig ekki um að vita það.
Hið eina, sem hann vissi, var það, að nú var maður að prédika á
þann hátt, að hann gat skilið hann.
Er fólki var boðið að ganga fram og taka á móti Kristi, gekk hann
fyrstur allra fram. Hann vissi ekkert af mannfjöldanum í kringum
sig né af sárum þakklætisgráti Noru. Á því andartaki var aðeins
einn í öllum heimi handa honum: Kristur.
Síðar um kvöldið fóru þau öll aftur til „Víðsýnis“. Þar voru Nora
og Lance og hin fjögur, sem trúlega höfðu komið þar saman á
fimmtudagskvöldum. Þau áttu saman gleðistund við náttverðinn,
sem var ristað brauð og te, og þau sungu umhverfis slaghörpuna.
Nú var James ekki utan við, og þótt hann væri hljóður, var gleði
hans sýnileg.
Nora kenndi sársauka vonbrigða, þegar hann gerði enga tilraun
til að fylgja henni heim, heldur hjálpaði henni upp í bifreiðina hjá
Lance.
„Ég er svo glöð,“ sagði hún þýðlega, áður en hann lét hurðina
aftur.
„Það er ég líka,“ sagði hann, og snart hönd hennar létt.