Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
tíðar hamingju ykkar, unga, heitbundna fólk, fremjið ekki þessa
synd.
Ég vil segja það afdráttarlaust, að komist trúlofað fólk að þeirri
niðurstöðu, að trúlofun hafi verið glappaskot, þá er betra að slíta
henni en halda áfram. Heiðarlegt fólk vill ekki bregðast hvort öðru.
En það er betra að tala opinskátt um hlutina og slíta trúlofun, ef þess
gerist þörf, heldur en eyða ævinni í vansælu vegna vanhugsaðs heits
eða áforms.
Stundum getur dálítill tími, tekinn í það að biðja og bíða leið-
beiningar frá Guði, leyst vandamálið, hvort eigi að hætta eða halda
áfram trúlofun, leyst úr því á fullnægjandi hátt, og hjónabandið orð-
ið fyrirmynd.
9. Opinbert, kristilegt brúðkaup er gott upphaf á hamingjusöma
hjónabandi.
Þau brúðkaup, sem nýja testamentið getur um, voru opinber, bæði
brúðkaupið í Kana og brúðkaupið, sem Jesús getur um í dæmisög-
unni í Matt. 25. 1.—13.
Borgaraleg hjónabönd eru oft ekki eins farsæl og hin, enda oftar
með skilnaði en hin, þar sem hjónavígslan fer fram í kirkju. Hjóna-
vígsla á að vera opinberlega tilkynntur samningur. Sérhver góður
maður er hreykinn af brúði sinni. Sérhver stúlka, sem giftist, ætti að
vera hreykin af manninum sínum. Hjónavígsla er samningur milli
tveggja aðila. En þjóðfélaginu er það mjög mikilvægt. Ættingjar og
vinir ættu að vera viðstaddir með bænir sínar og blessunaróskir.
Við skulum líta á hjónabandið sem kristilega helgiathöfn. Kirkju-
brúðkaup eru virði þess, sem þau kosta.
Tvær ungar manneskjur tilkynna opinberlega trúlofun sína. í við-
urvist margra vina og ættingja vinna þær alvöruþrungið heit. Þær
lofa að vera saman í meðlæti og mótlæti, unz dauðinn skilur þær að.
Það er miklu líklegra, að þær taki málið alvarlegar, að þær þekki
sjálfar sig betur, heldur en ef þær hefðu rokið út í þetta í einhverju
fljótræði og gengið í borgaralegthjónaband. Frammi fyrir fjölmenni
vina og ættingja vinnur ekki fólk heilög heit af léttúð. Við skulum
líta á hjónabandið sem þjóðfélaginu mikilvægt og framkvæma það
með guðrækni. Það veitir hjónabandinu tign og styrk, sem styður
að hamingju þess og varanleik. — Allir kaflar hér að framan hafa
verið styttir eitthvað, 5.—9. mest. (Framhald.)