Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 181
181
ekkert :neð tóma varaj átningu. „Trú, sem starfar í gegnum kær-
leika“ er hin rétta, kristna trú.
Spurningum þínum um friðþæginguna, afdrif manna, sem ekki
trúa henni, afdrif heiðngja, sem aldrei hafa heyrt fagnaðarerindið
og afdrif manns, sem er góður, réttvís maður, en deyr þó án Krists,
er erfitt að svara í fáum orðum. Annar maður, sem nú er úti í Sví-
þjóð, hefir skrifað mér og spurt svipaðrar spurningar og hinnar
seinustu. En svar mitt við þessu öllu verður að byja á orðum Krists
við Nikódemus: „Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæð-
ist....“ „Það, sem af holdinu er fœtt, er hold, og það, sem af And-
anum er fætt, er andi.il Þegar menn deyja, eru þeir aðeins í tveimur
flokkum: Annaðhvort hafa þeir fæðzt einu sinni, holdlegri, líkam-
legri fæðingu, eða þeir hafa fæðzt líka andlegri fæðingu, endur-
fæðzt af Anda Guðs og orði. Þetta eru orð Drottins Jesú sjálfs. Eng-
inn einfæddur maður sér Guðs ríki. Aðeins hinir tvífæddu — fædd-
ir fyrst af holdi og síðar af Andanum — munu sjá það.
Nú skaltu lesa 1. Korintubr. 15. 20.—23. og 35.—50., og Daníels-
bók 12. 2., 3. Þú munt sjá, að við upprisuna rísa upp tvenns konar
líkamir. Sumir þeirra verða til vegsemdar, aðrir til smánar. Tegund
líkamans fer eftir frækorninu, sem niður er sáð. Þú sáir niður gras-
fræi og þú fær gras. Þú sáir niður trjáfræi og þú fær tré. Óendur-
fæddur maður getur ekki risið upp öðru vísi en sem óendurfæddur
maður, og endurfæddur maður rís upp sem endurfæddur maður.
Líkami hans ber mynd og líkingu Krists. Líkami hins ber mynd og
líkingu Adams.
Báðir þessir upprisnu mannflokkar þurfa svo að mæta frammi
fyrir dómstóli Krists, hvor í sínu lagi. Hinn fyrri verður ekki dæmd-
ur eftir syndum sínum, því að Kristur bar þær á líkama sínum.
Hann verður dæmdur eftir verkum sínum, hvernig hann hefir þjón-
að Kristi, hvað hann hefir gert fyrir meðbræður sína og þar með
gert Kristi það. Hinn flokkurinn verðu dæmdur eftir verkum sínum.
Þeir hafa ekki þjónað Kristi, svo að hann getur ekki launað þeim
neina þjónustu. Hins vegar hafa þeir breytt misjafnlega vel. Sumir
hafa heyrt náðarboðskap Krists, en hafa neitað að trúa honum og
hlýða honum. Þeir verða fyrirdæmdir, segir hann. Mark. 16. 16.
Aðrir hafa aldrei heyrt hann. Þeir hafa því ekki óhlýðnazt vísvit-
andi og fá því léttari dóm. Lúkas 12. 45.—48. Sjá og Opinb. 20.
11., 12. (Breytt eða bætt inn í á stöku stað.) S. G. J.