Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 72
72
NORÐURLJ ÓSIÐ
„Mér þykir vænt um að hitta yður. Við heyrðum svo mikið um
yður á liðnum árum, að það er sem ég hafi hitt yður áður. Nú, hvað
viljið þér drekka?“
„Sé yður sama, þá ætla ég ekki að vera með, þakka yður fyrir.“
„0, þér verðið með, svona til að heiðra tækifærið. James, bland-
aðu eitthvað gott handa Noru.“
„Gerið svo vel að hafa ekki fyrir þessu. Það er satt, að ég drekk
áldrei,“ sagði stúlkan, sem gat ekki verið annað en blátt áfram.
„Hvað, alls ekki? Þetta er fátítt. Ég lít alltaf á það sem félagslega
dyggð. Ekki drekk ég í óhófi auðvitað." Hún þagnaði og virtist ekki
geta sagt meira um þetta efni. „O, þarna kemur María. Komið að
borða.“
Þau neyttu matar í dýrlegri þögn. Nora fyrir sitt leyti naut vel
matreidds og vel framborins kvöldverðar. Hin litu auðvitað á það
sem sjálfsagðan hlut. Valda hugsaði um heimili Noru og hve
skemmtileg máltíð kvöldverður var þar. Hún leit til vinstúlku sinn-
ar, sem brosti og deplaði augunum framan í hana. Tim, er sat við
hlið Völdu, sá það og frussaði ofan í ábætinn sinn.
„Ó, Tímóteus! “ Það var sársauki í rödd frú Larners.
„Afsakaðu móðir.“ Hann horfði niður, en gat ekki stöðvað bros-
ið í munnvikjum sínum. Á öllum sínum fimmtán árum hafði hann
aldrei séð nokkurn depla augunum yfir hátíðlega kvöldverðarborð-
ið þeirra. Það greip hann sú tilfinning, að ef til vill mundu aðrir
hlutir gerast þar, sem aldrei höfðu gerzt áður, svo að hann fór að
óska þess, að hann gæti verið áfram heima og séð þá gerast.
Skömmu eftir kvöidverð bað James fólkið að hafa sig afsakaðan,
reis á fætur og gekk inn í vinnustofu sína. Tvíburarnir fóru inn í
leikjastofuna, en konurnar þrjár sátu í setustofunni, frú Larner hekl-
aði og Nora prjónaði.
Valda rauf þögnina, sem farin var að ríkja þar.
„Leikur þú enn á slaghörpu?“ spurði hún vinstúlku sína.
Ásjóna Noru ljómaði. „Hvenær sem færi gefst.“
„Þá er tækifærið núna.“ Valda benti á hljóðfæri, sem varla sást í
einu horni stofunnar.
Slagharpan var unaðsleg. Nora strauk henni áður en hún fór að
leika. Fyrst lék hún veikt, en öryggið óx og fegurðin varð langt um
meiri. Hún hafði ætlað sér aðeins að grípa í það stutta stund. En
hljómlist hreif hana alltaf og kom henni til að gleyma tímanum.