Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 95
NORÐURLJÓSIÐ
95
hún stöðugt að biðja. Hugur hennar og hjarta báðu fyrir þessum
manni, sem var henni svo mikils virði. Ef til vill kæmi hann aldrei
aftur. Þetta gæti verið eina tækifærið hans til að frelsast.
Er guðsþjónustan var úti, gekk hún til þessara vina sinna. Þau
stóðu dálítið sér, James var sem utan við, og fólkið var feimið við
að ávarpa hann. Það var ofurlítil uppgerð í brosi hennar, er hún
gekk til þeirra og reyndi að heilsa sem ekkert væri.
Lance Gater krafðist fljótt athygli Völdu. Hann hafði gert það
upp á síðkastið, vissi Nora, sem leit í aðra átt og reyndi að segja
eitthvað við James. Hann sagði eitthvað um almennt efni, og þau
ræddust við öðru hvoru stutta stund.
„Það var gott að sjá þig aftur,“ sagði hann allt í einu og skipti
um viðræðuefni. Hún leit frá honum ofan upplýst strætið, þar sem
fólk var að flýta sér inn í bifreiðir sínar, því að kalt var úti.
„Ertu ennþá eins ákveðin?“ Rómar hans var rólegur.
Hún leit aftur á hann, vansæla var í 'bláum augum hennar .„Ég
get ekki snúið aftur, Jesús Kristur dó fyrir mig. Vissulega get ég
reynt að gera svo lítið sem það fyrir hann: að vera honum trú.“ Hún
þagnaði og mælti svo: „Það gladdi mig að sjá þig hér í kvöld. Það
var bænasvar.“
„Ef til vill.“ Það var engin sannfæring í rómnum.
James sótti samkomur þarna öðru hvoru eftir þetta. Hann hefði
áður furðað sig á því, að hann kæmi þarna. Hann var alltaf vanur
að sækja stóru kirkjuna við ASalgötu. En er nú fyrsta sporið var
stigið, fór honum að finnast sem væri hann heima þarna. Hann fann,
að þar var hugsunum hans beint inn á brautir, sem þær höfðu ekki
farið áður. Friðarkyrrðin þarna komst eitthvað inn í hann og kyrrði
þá storma, er stöðugt geisuðu innra með honum. Gremja hans hvarf
á braut, er hann hugleiddi önnur efni.
En þetta var ekki varanlegt. Stormarnir og gremjan komu alltaf
aftur, er hann var kominn heim og inn í tilveru síðustu mánaða.
Ekkert var varanlegt, sízt af öllu friður hans.
Hann veitti því athygli, að Valda og Lance Gater voru oft saraan.
Aður fyrr hefði hann talað harðlega við hana. Nú ákvað hann að
skipta sér ekkert af þessu. Væri hamingja hennar þarna, vildi hann
ekki deila um það. Hann þekkti vansælu of vel til þess, að hann vildi
leiða hana yfir systur sína.