Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 113
NORÐURLJÓSIÐ
113
41—48 gráður á Celcíus-mæli í skugganum um hæstan daginn. Hagl
eða regn þekkist ekki á þeim tíma árs. Koma þess var því svar við
bæn Jósúa. Kuldinn, sem haglinu fylgdi, hressti án vafa hermenn
Israels. En haglið féll yfir óvini þeirra og deyddi svo marga þeirra,
að fleiri dóu fyrir haglsteinum en sverðseggjum þennan dag.
En meira þurfti til. Orrustan, sem var háð, var mikilvægasta orr-
usta, sem nokkru sinni hefir verið háð á jörðinni. Undir úrslitum
hennar var komið, hvort Israel fengi náð yfirráðum í Kanaanlandi
eða ekki. Venjulegur dagur nægði ekki til úrslita. Þess vegna kaus
Guð að gera annað kraftaverk auk haglsins. Hann lengdi daginn,
svo að sólin „hraðaði sér ekki að ganga undir í nærfellt heilan dag.“
Orrustunni gat því lokið með algerum sigri ísraelsmanna, af því
að „Guð barðist fyrir ísrael“, lengdi daginn.
í þessum orðum: „Guð barðist fyrir ísrael,“ segir dr. Rimmer,
„höfum við svar við sérhverri spurningu, sem mannlegur hugur get-
ur borið fram“ um þetta kraftaverk.
Dr. Rimmer endar svo kaflann á þessum orðum:
„Rannsakið himnana, því að sannleikurinn er þar. Svo lengi sem
stjörnurnar ljóma, svo lengi sem jörðin snýst um sjálfa sig, svo
lengi sem tíminn varir verður dagurinn langi á dögum Jósúa vott-
festur sem vísindaleg staðreynd.“
„Rannsakið himnana vissulega, en rannsakið ritað orð Guðs
líka! Hvmnarnir vitna aðeins fyrir þeim, sem fyrst hafa séð vitnis-
hurð orðsins! Þótt orð og verk Guðs séu samhljóða, er orðið
verkunum langtum æðra; og þegar verkin bráðna og hverfa, varir
Orðið að eilífu." (Sbr. Sálm. 102., 26., 28.)
Eg vil að lokum benda á, að dr. Rimmer ritar á þá leið í ofan-
skráðri grein, eins og hann hafi sjálfur tekið þátt í því að reikna
út, hvaða dag langi dagurinn var. Hann notar í bókum sínum alltaf
orðið vér, ef hann talar um sjálfan sig. Endranær vitnar hann til
heimildarmanns eða manna og gerir það líka í þessum kafla í bók
sinni, þótt því hafi verið sleppt til að stytta greinina og gera hana
ekki of langa. S. G. J.
,,DAGLEGT LJÓS", ritningargreinar til daglegs lestrar, fæst í Reykjavik
hjó Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og frú Soffiu Sveinsdóttur, Mið-
túni 26. I Keflavík hjó Sigríði Sigurbjörnsdóttur, Skólaveg 3.