Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 76
76
NORÐURLJÓSIÐ
Nora þagnaði og hugsaði. „Ég veit ekki, hvenær ég varð sann-
kristin, Valda. Það virtist, að elska mín og trú væru að vaxa og
vaxa, unz ég vissi, að ég gat ekki haldið áfram að lifa, nema ég vissi,
að Guð væri með mér.
Ég breytti ekki hugsunarleysis háttum mínum á einni nóttu. Ekki
urðu kraftaverk heldur í kennslustofunni. En ég var ekki lengur nið-
úrheygð og baráttan vonlaus. Við árslok var verk mitt athugað og
metið gilt, og nú elska ég að kenna. En mikilvægast er það, að Guð
er með mér daglega og hjálpar mér yfir erfiðleika lífsins. Hann
'hj álpar mér alltaf á fætur aftur, þegar ég fell og bregzt honum.“
Það varð löng þögn, þegar Nora hætti að tala. Hefði nokkur nema
Nora sagt henni þetta, mundi Valda hafa orðið mjög feimin. En
ekki við Noru.
„Þetta sýnist allt vera rétt, eins og þú setur það fram,“ meðgekk
hún treglega. „En í einlægni sagt, kirkjan og trúarbrögðin koma út
á mér tárum af leiðindum.“
„Hvers vegna kemur þú ekki með mér til guðsþjónustu í kvöld,
góða mín? Rétt til að sjá, hvernig allt gengur til. Viltu koma?“
„Ég býst ekki við, að það skaði mig að koma einu sinni. En farðu
ekki að halda, að þú komir mér þangað á hverjum sunnudegi.“
Valda brosti til að draga broddinn úr orðum sínum. „Nú, ef þú
ætlar að fara þennan morguninn, þá er bezt fyrir þig að fara að
hraða þér. Ég skal láta Ted koma með bifreiðina mína handa þér.“
„Það gerir þú alls ekki. Þetta er yndislegur morgunn til að hjóla.
Enga greiðasemi,“ mælti Nora biðjandi rómi.
Þetta var í sannleika yndislegur morgunn til hjólreiða. Er Nora
var farin, reikaði Valda um vellina og kenndi öfundar. Hún gekk til
skúrsins og leitaði, unz hún fann gamla skólareiðhjólið sitt. Hún dró
það út í sólskinið. Einhvern daginn í vikunni ætlaði hún að gera
það nothæft aftur.
Síðdegis tóku stúlkurnar sér göngu uin búgarðinn. Hann var stór
á mælikvarða Nýja Sjálands, náði yfir nálega 1000 ekrur (um 1/10
úr ferkm. Þýð.) Það voru þrjú býli á eigninni, þar sem starfsmenn
bjuggu með fjölskyldum sínum. Þær gengu fram með víkinni dálitla
stund, en sneru svo á svalari stað, þar sem skógur óx. Alltaf ræddust
þær við og hlógu oft.