Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 4
4
N ORÐURLJ ÓSIÐ
að fá hrein og bein svör, sem það getur skilið, svör, sem hafa orð
Guðs að bakhjarli. Eg hefi reynt að gefa slík svör.
1. Jcafli.
HJÓNABAND OG HEIMILI
„Og Drottinn Guð sagði: ,Eigi er það gott, að maðurinn sé ein-
samall; ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi.‘“ 1. Mós. 2.18.
„Hjónaband er heiðarlegt í öllum greinum og hjónasængin ó-
flekkuð; en frillulífismenn og hórkarla mun Guð dæma.“ Hebr. 13.
4. (Enskþýð.).
„En hann svaraði og sagði: ,Hafið þér eigi lesið, að skaparinn
frá upphafi gerði þau karl og konu og sagði: ,Fyrir því skal maður
yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau tvö
skulu verða eitt hold?‘ Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt
hold. Það, sem því Guð hefir tengt saman, má eigi maður sundur
skilja.‘“ Matt. 19. 4.—6.
Einhver hefir sagt, að indælustu orðin á enskri tungu séu þessi:
móðir, heimili og himinn. Miðdepill þeirra er mið-orðið. Enginn
hugsar um móður án þess að hugsa um heimili. Heimilið sjálft ætti
að minna á himininn, vera mynd af honum.
í Sálm. 68.7. segir ritningin: „Guð setur hina einmana í fjöl-
skyldur.“ (Ensk þýð.) Þetta merkir, að ein hin mesta blessun, sem
Guð gefur, er heimili og fjölskylda. Hve það er miklu betra, að
fjölskyldan skuli vera til með sín viðkvæmu bönd, traustu vernd,
öruggu forsjá fyrir þeim, sem gætu ekki staðið einir. Kjúklingur,
hvolpur eða kettlingur getur skjótt gengið sér að mat. En korn-
barnið þarf helzt að hafa á brjósti í tíu eða tólf mánuði. Síðan verð-
ur að sjá fyrir þörfum þess, vernda það, fæða og klæða árum sam-
an, áður en það getur farið að sjá um sig sjálft.
Sumt fólk lifir í einlífi, þegar það er orðið fullvaxta. Einstöku
manneskjur lifa einar sér, mannfælið fólk og vanþroska að félags-
hvöt.
Heimili felur í sér hjónaband. Þótt karlmenn búi saman, er það
ekki heimili. Þótt stúlkur eigi ihúð saman, meðan þær vinna fyrir
sér úti við, þá er það ekki reglulegt heimili.
Við skulum nú athuga í þessum kafla eðli hjónahandsins.