Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 108
108
NORÐURLJÓSIÐ
spurningu í ákveðnum tilgangi. Guð vissi vel, ef Jóhannes sendi
lærisveina sína með áður greinda spurningu til Jesú, þá mundi svar
Jesú við spurningunni verða bókað og geymast og verða lesið af
mörgum, um hin mörgu og miklu máttarverk Jesú — og einnig hitt,
sem vafalaust hefur orðið, að frásögnin um kraftaverk Jesú í svari
hans, ásamt fleiru í þeirri ræðu Jesú, mundi verða fjölmörgum til
styrkingar trúar á Jesúm, að hann væri Sonur Guðs og af honum
sendur; samanber orð Jesú í Jóhannesar guðspjalli 10. kafla, 37.—
38. gr.: „Ef ég gjöri ekki verk föður míns, þá trúið mér ekki. En ef
ég gjöri þau, þá trúið verkunum, þótt þér ekki trúið mér, til þess að
þér vitið og komizt að raun um, að faðirinn er í mér og ég í föðurn-
um.“ — Og þess vegna hefur Guð boðið Jóhannesi skírara að senda
til Jesú með áður greinda spurningu, einmitt á þeim tíma, er Jesús
var að framkvæma sem flest kraftaverk til lækninga og líknar mönn-
um. Þetta út af fyrir sig er fullnóg ástæða til þess, að Jóhannes skír-
ari, fyrir hvatningu frá Guði, sendi til Jesú og lét spyrja hann áður
greindrar spurningar — fullnóg útskýring.
Vel getur líka verið og er líklegt, að þessi sendiför hafi glætt trú
lærisveina Jóhannesar á Jesú Kristi, sem styrkzt hafi svo síðar, og
að til þess, meðal annars, hafi Jóhannes sent þá.
Jóhannes skírari var ekki manna líklegastur til að vera óþolin-
móður eftir stofnun Guðs ríkis á þann hátt, sem margir Gyðingar
annars voru, þannig, að Jesús mundi bráðlega stofna veraldlegt ríki,
óháð erlendri íhlutun. Sézt þetta bezt af því, að hann vissi og hróp-
aði það upp við Jórdan, þegar hann var að skíra, að Jesús væri
„það Guðs lamb, sem ber heimsins synd.“ Hann var því þess vitandi,
að Jesús yrði fyrst að líða fórnar- og friðþægingardauða, samkvæmt
spádómum lögmálsins og fleiri spádómum frá Guði, áður en hann
stofnaði ríki Guðs á jörðu. Þessari trú og vissu Jóhannesar skírara
er haldið í heiðri, meðal annars með því að tónuð eru í kirkjum
landsins, marga sunnudaga á ári hverju, áður greind orð Jóhannes-
ar við Jórdan, um Jesúm Krist sem Guðs lamb, sem beri burt synd
heimsins.
Að orðum Jesú, sem hann sagði síðast í svari sínu til lærisveina
Jóhannesar skírara: „Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér“,
hafi átt að vera beint til Jóhannesar skírara fremur en til allra,
því er alls ekki fært að halda fram — ekkert fremur en að orðunum
í Jóh. 3. 16., sem Jesús sagði við Nikódemus, hafi verið beint til