Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
Olafur hafði sízt af öllu búizt við, að þannig yrði leyst úr
vandamáli hans. En því meir sem hann hugsaði um spurn-
inguna, því betur skildi hann, hve mikill munur er á krist-
inni trú og trúarbrögðum.
Trúarbrögðin eru tak apans, en kristin trú tak kattarins.
Þessu svari gleymdi Ólafur aldrei. Ef einhver lagði fyrir
hann þessa sömu spurningu, sem hann hafði komið með sjálf-
ur, þá hafði hann alltaf svarið við höndina.
3. KIM ÞEKKTI VEGINN.
Kim var lítill, kínverskur drengur. Honum var leyft að
fara í skóla. Margir fengu ekki leyfi til þess. Það voru hvítir
menn, sem héldu þennan skóla.
Kim var mjög námfús og las allt, sem hann gat hönd á
fest. Hann hlustaði líka mjög vel á. Spyrði einhver hann,
hvers vegna hann hlustaði svo vel á, þá svaraði hann og
brosti: „Til þess eru eyrun að hlusta með þeim.“
Aðrir urðu að kannast við, að þetta væri nú rétt. Eyrun
eru til að hlusta með þeim, og Kim hlustaði svo, að augun
stóðu út úr höfðinu á honum, þegar kennslukonan var að
segja frá
Það var ein ástæða fyrir því, að Kim hlustaði svo vel á.
Hún var sú, að hvíta konan í skólanum sagði svo mikið frá
manni, sem hét Jesús, sem elskaði alla. Þetta varð Kim að
heyra vel, því að heima sat amma hans gamla og heið þess,
að hann kæmi heim og segði henni það aftur. Undir eins og
hún heyrði, að 'hann var kominn, kallaði hún óþolinmóð:
„Komdu nú og segðu frá því, sem þú hefir heyrt í dag um
hvíta manninn, sem heitir Jesús.“
Þá varð Kim að segja frá öllu því, sem hann gat munað
um Jesúm, sem elskar alla, bæði börn og gamalmenni. Og
hann vill líka, að við skulum elska alla, bæði smáa og stóra.