Norðurljósið - 01.01.1971, Side 102
102
NORÐURLJÓSIÐ
Sönn líftrygging
Er líftrygging ekki réttnefni? Hefir þú hugsað um það?
Líftrygging er það, sem fólk kaupir sér til að vernda ástvini sína
fyrir tjóni. Þetta er rangnefni! Hún tryggir ekki líf mannsins. Hún
tryggir aðeins tekjur, það, sem tryggður maður hefði unnið sér inn
eða hluta þess, ef hann hefði lifað. Satt er það, að líftrygging er
skynsamleg og hagnýt á þann hátt, að hún tryggir mörgu líftryggðu
fólki og börnum þess anuðsynjar lífsins. Hún tryggir ekki lífið sjálft.
Er það ekki rökrétt, að líftryggingakerfið, sem menn hafa búið til,
ætti fremur að nefnast tekju-tryggingar?
Líkamlega deyjum við öll einu sinni. Einhver hefir sagt: „Dauð-
inn kemur eins áreiðanlega og skattarnir.“ Með engu móti er unnt
að tryggj a líf líkamans.
'Biblían kennir samt, að sál vor lifi líkamsdauðann og lifi að
eilífu. Hún kennir ennfremur, að á eftir dauða líkamans munum vér
fá að reyna annaðhvort: andlegan dauða eða andlegt líf. Hvað er
andlegur dauði? Þetta, að vera skilinn frá Guði um alla eilífð. And-
legt líf er það, að vera í nálægð Guð eilíflega.
Þótt það sé ekki hægt að tryggja líf líkamans, þá er þó hægt að
tryggja andlega lífið. Hvað er þá sönn líftrygging? Hún er trygging
andlega lífsins. Sú líftrygging var ekki upphugsuð af mönnum, og
ekki hafa menn hana á boðstólum.
Það var í hjarta Guðs, sem líftrygging var upphugsuð áður en
heimurinn var grundvallaður.
.... „eilíft líf. Því hefir Guð, sá er ekki lýgur, heitið frá
eilífum tíðum. . ..“ Títus 1. 2.
Guð býður mönnum líftryggingu nú á dögum:
„Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki
yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að
enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum.“ (Efes. 2. 8., 9.)
Biblían segir einnig:
„Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein-
getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur
hafi eilíft líf.“
Hvað merkir það að trúa á Krist?
Vissulega er meira falið í því en það, að þekkja þá sannsögulegu
staðreynd, að hann lifði hér á jörðu, og að trúa henni. Þetta, að