Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 92
92
NORÐURLJ ÓSIÐ
í vinnustofu sinni íhugaði hann málið, og gremja hans óx. Hann
sleppti kvöldverði, og langt frarn á nótt velti hann fyrir sér þeim
grimmu örlögum, sem komu honum til að fella hug til kristinnar
stúlku og þar að auki kennslukonu. Smám saman náði gremja hans
hámarki. Þá tók hún að fjara út. Hann elskaöi hana, og ekkert gat
breytt því. Hið eina, sem unnt var að gera, var það að breyta henni,
koma henni til að sjá, að ákvörðun hennar var röng.
7. Mikilvœg ákvörðun.
'Hann reyndi þetta sannarlega, en árangurslaust. Sérhverri rök-
semd eða ástæðu veik hún til hliðar, en sárbað hann að sinna hjálp-
ræði sálar sinar.
„Þetta er mikilvægasta málefni lífs þíns,“ áminnti hún hann.
„Þú ert það,“ sagði hann aftur á móti.
Þá sneri Nora frá í örvæntingu, sárhrygg yfir því, að hann vildi
ekki í alvöru íhuga andlegt líf sitt. Henni létti, þegar hún gat farið
að flytja. Áreynslan var farin að hafa áhrif á hana, eyða friði
hennar og jafnvel hafa áhrif á trú hennar.
Valda var ekki eins ánægð. „Það veröur svo einmanalegt, þegar
þú ert ekki hér til að efla kjark minn gagnvart fjölskyldu minni."
„Kjarkur þinn þarfnast ekki eflingar,“ sagði Nora brosandi. „Ég
verð í raun og veru að fara.“
„Jú, ég býst við því. Það er James, er ekki svo?“ Valda brosti
sö undrun vinstúlku sinnar. „Ég hefi vitað í langan tíma, hvar
hjarta þitt. er, og ég hefi verið að biðja svo mikiö. Og ég mun halda
áfram að biðja.“ Hún snart niðurbeygt höfuð vinstúlku sinnar,
óviðbúin niðurkæfða grátekkanum, sem hún heyrði. Hún hafði
aldrei vitað Noru gráta þannig.
„Ó, Valda, Valda,“ sagði hún grátandi. „Hann er svo fastur á
því, að Guð skipti ekki máli, að við gætum veriö hamingjusöm án
sameiginlegs trausts á hann. Hann vill ekki hlusta, þegar ég bið hann
að rannsaka ritningarnar eða reyna að skilja.“
„Þá hefir hann talað við þig. Ég var smeyk um, að hann hefði
gert það. Hvað get ég sagt, góða? Hann hefir alltaf verið stíflyndur,
og slakir þú til við hann núna, þá mun hann aldrei breytast.“
„Ég veit það. Þess vegna er ég svo glöð að fara í burtu.“ Nora