Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 77
N ORÐURLJ ÓSIÐ
77
„ÞaS virðist vera búið vel hér,“ mælti Nora, þegar þær sneru
heim. „Ég veit að vísu ekki mikið um búskap, en öllu er að sjá haldið
vel við, engar fallandi girðingar eða þess háttar.“
„Það er svo í raun og veru. James elskar þetta mest. Ég held hann
kæri sig ekki mikið um.... jæja, þetta, sem faðir okkar kallaði
stöðu í mannfélaginu. Hún var eitthvað, sem hann erfði ásamt bú-
garðinum. Ari fyrr en faðir okkar dó fékk hann James allt í hendur.
Síðan stóð hann og gætti þess, að allt væri gert eftir hans mati á hlut-
unum.“ Valda gat ekki varizt smávegis beiskju í rómnum, og Nora
'tók fljótt eftir því. „Og svo, af því að James þótti vænt um staðinn,
lagaði hann sig eftir þessu. Nú er það orðið hans annað eðli að
haga sér eins og hann gerir.“
Nora varð ráðvillt. „Hann virðist ekki ósanngjarn,“ áræddi hún
að segja.
„0, hann er það. Þegar ég var laus við skólann, vildi ég fá mér
atvinnu. En auðvitað bannaði faðir minn það. James var því sam-
þykkur þá. Fyrir tveimur árum, er faðir okkar var dáinn, vildi ég
aftur fara að vinna. En í það sinn hindraði James mig. Hann rugl-
aði heilmikið um stöðu fjölskyldunnar og að taka atvinnu frá þurf-
andi fólki.“
„Jæja, hann hafði að hálfu leyti rétt fyrir sér þar,“ varð Noru að
orði. „Það var atvinnuleysi fyrir tveimur árum, þótt það hafi lagazt
r ((
nuna.
„Það var ekki aðalástæðan,“ sagði Valda með áherzlu. Þær gengu
Svo þegjandi lítinn spöl,
„Kemur þú með á samkomuna í kvöld?“
„Jú, þótt ég haldi, að móðir mín og James verði ekki ánægð yfir
því.“
„Hvers vegna í ósköpunum ekki?“
„O-jæja, líklega mest vegna þess, að kapellan er lítil og lítið um
glys. James fer í kirkjuna við Aðalgötu, og það gerir móðir mín
líka, þegar hún fær sig til þess.“
„Og þú sjálf ?“
„Ég hefi hvergi komið, þangað til núna,“ bætti Valda við.
„Ég held það skipti ekki máli, hvar við höfum guðsdýrkun um
hönd, sé Guð þar sjálfur.“
„Ef til vill ekki. En ég veit, að jjað er staðreynd, að margt fólk