Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1968, Side 87

Andvari - 01.03.1968, Side 87
ANDVARI ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLESTÆÐISBARÁTTU 85 Evrópu allt austur að vesturlandamærum rússneska lteisaraveldisins. Hinn 4. dag maímánaðar skrifar Gísli formála að riti þeirra félaga, Norðurfara, og segir þar frá því, hvernig umhorfs var bæði hið innra með sjálfum þeim og heim- inum, sem þeir lifðu og hrærðust í. Honurn farast svo orð: „Vér höfðum eins og aðrir góðir rnenn dottað í værðarmollunni, og hafði oss þá eins og fleiri dreymt marga og ýmsa draurna, margir hugarburðir og ímyndanir fylltu sálir vorar, og þeim vildurn vér veita afrás, bæði sjálfra vor vegna, og svo líka í þeirri von, að það ei væri öldungis óhugsandi, að vér gætunr frætt eða skemmt nokkrum löndurn vorum. ... Vér ætluðumst svo til, að hann [Norðurfari | heldur skyldi vera ætlaður fyrir skáldskap og þær ritgjörðategundir, sem öldungis eru frjálsar og óbundnar, en til þess að skipta sér af alþjóðlegum efnum. En . . . þetta áformuðum vér, meðan allt var í kyrrð og spekt og gamla værðardval- anum. . . . Nú er öðru máli að gegna. Stjórnarbyltingin á Frakldandi kom eins og þjófur á nóttu, og þá var búinn friðurinn og næðið, allt meginland Norðurálfunnar fór þá í loga og vaknaði af svefni sínum, ef það ei var vakið áður. Þjóðirnar fóru að hugsa um sjálfar sig og líi sitt — og vel finnum vér því, hve ótilhlýðilegt það er að vera nú að gefa út skáldskap og þesskonar rit, þar sem urn svo rnargt nytsamara er að tala.“ Þannig strunsar veraldarsagan inn í herbergiskytrur íslenzkra stúdenta, óboðin og gustmikil, brýnir þá til pólitískra dáða, og hinum ungu fagurker- um verður svo mikið um þessa gestkomu, að þeir telja sér skylt að gefa lönd- um sínum brauð byltingarinnar í stað steina skáldskaparins. Þessi bylting, sem rugiaði hin ungu íslenzku skáld svo mjög í ríminu, barst til Danmerkur í marzmánuði. Á miklum múgfundi í Kaupmannahöfn hafði verið samþykkt ávarp til konungs og hann beðinn um að taka sér til ráðuneytis menn, er gætu „bjargað sæmd Danmerkur og grundvallað frelsi landsins". Ávarpinu lauk með lítt dulinni hótun: „Vér biðjum yðar hátign að knýja ekki þjóðina til að hjálpa sér sjálf í örvæntingu." Þegar Kaupmannahafnarbúar með sjálfa borgarstjómina í fararbroddi gengu á konungsfund og afhentu ávarpið, skýrði konungur frá því, að hinum gömlu ráðherrum hefði þegar verið vikið frá. Næsta dag, 22. rnarz, var myndað nýtt ráðuneyti, að mestu úr hópi Þjóðfrelsis- flokksins. Þegar lokið var myndun marzráðuneytisins, iýsti Friðrik 7. yfir því, að hann teldi einveldinu lokið og sjálfan sig þingbundinn konung, en ráðherrarnir bæru ábyrgð á stjórninni. Einveldi Danakonungs liafði hrunið í friðsamlegri byltingu — og ekki brotnað rúða í glugga. íslenzku Hafnarstúdentarnir lifðu mjög fast með þessum viðburðum, sem gerðust rétt fyrir utan bæjardyrnar hjá þeim, og það varð lítt úr lestri náms- bóka á þeirn mánuðum. Benedikt Gröndal segir frá því í Dægradvöl, að fjöldi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.