Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 89

Andvari - 01.03.1968, Page 89
ANDVARI ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU 87 Brynjúlfsson skráði ekki sögu líðandi stundar sem kaldur og hlutlaus sagn- fræðingur, heldur áróðursmaður lýðræðis og mannfrelsis. Hann er þess full- viss, að „nýtt tímabil er byrjað fyrir mannkyninu, nú er allt sem í einu upp- nárni. Og það er til einskis að vera að leita sér að hæli eða frið, því það er ei von, að nokkurs staðar sé skjól, þegar allar máttarstoðir mannlegs félags eru svo hristar sem nú. En það er heldur engin undur, þó margir gamlir menn, sem höfðu byggt hús sín á enum forna grundvelli og sem nú ei vita, hvar þeir eig i höfði sínu að að halla, æski þess, að allt væri aftur komið í hina fornu ró og kyrrð — en það tjáir eigi, því „stríð er starf vort í stunda heimi“ og rnargt gam- alt \erður að deyja, svo hið nýja geti fæðzt, og það kann vel að vera, að allt það sem enn er orðið sé ekki nema byrjun til hinna ógurlegu byltinga, sem eigi að verða, áður en þjóðimar geti risið upp aftur fegurri og betri úr rúst- um sínum, eins og sagt er um fuglinn Fönix, að hann fljúgi upp af ösku sinni.“ Það em allöruggar heimildir unr það, að Norðurfari hafi átt miklum vin- sældum að fagna á íslandi og borizt víða út. En með sömu skipum og Norður- fari var fluttur til íslands barst einnig áttundi árgangur Nýrra félagsrita. Þar birti Jón Sigurðsson Hugvekju til Islendinga, áhrifamestu stjórnmálaritgerð á íslenzka tungu, stefnuskrá, er varð gunnfáni þjóðarinnar urn áratugi. Þegar Jón skrifaði Hugvekju sína, hafði alþingi verið háð tvisvar sinnum, ráðgefandi þing, búið sama valdi og stéttaþingin í Danmörku. A síðara þinginu 1847 höfðu verið teknar til umræðu bænarskrár úr 12 sýslum með 1177 undir- skriftum. Bænarskrár þessar fóru þess á leit við alþing, að það bæði konung um breyting á alþingistilskipuninni, einkum að því er varðaði kosningarétt- ínn. Alþingi samþykkti bænarskrá þess efnis, að kosningaréttur yrði almennur á þann hátt, að hver maður skyldi hafa kosningarrétt, ef hann væri ekki öðr- um háður, þ. e. hjú eða öreigi. I annan stað var farið þess á leit við konung, að íslenzka yrði ein töluð á þinginu og alþingi háð í heyranda hljóði. Kröfur alþingis 1847 um aukin mannréttindi og aukinn íslenzkan rétt á ráðgefandi þingi voru auðsæ merki þess, að íslenzka þjóðin var óðum að þokast nær þeirri þjóðfrelsishreyfingu, sem byltingarárið 1848 hratt fram. Hið pólitíska foringjalið íslendinga í Kaupmannahöfn fagnaði ákaft hylt- ingum meginlandsins og viðburðunum, sem af þeim leiddi í ríki Danakon- ungs. Hinn 18. marz skrifar Jón Sigurðsson Jens bróður sínurn: „Þú veizt, að margir hafa fundið á sér árin fyrirfarandi eins og veðurboða, en nú er það komið fram, því garnla Evrópa er nú þegar í loga.“ Og 6. júlí skrifar hann aftur bróður sínum: „Þjóðverjar eru búnir að taka af sambandsþingið, og lík-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.