Andvari - 01.03.1968, Síða 89
ANDVARI
ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
87
Brynjúlfsson skráði ekki sögu líðandi stundar sem kaldur og hlutlaus sagn-
fræðingur, heldur áróðursmaður lýðræðis og mannfrelsis. Hann er þess full-
viss, að „nýtt tímabil er byrjað fyrir mannkyninu, nú er allt sem í einu upp-
nárni. Og það er til einskis að vera að leita sér að hæli eða frið, því það er ei
von, að nokkurs staðar sé skjól, þegar allar máttarstoðir mannlegs félags eru
svo hristar sem nú. En það er heldur engin undur, þó margir gamlir menn,
sem höfðu byggt hús sín á enum forna grundvelli og sem nú ei vita, hvar þeir
eig i höfði sínu að að halla, æski þess, að allt væri aftur komið í hina fornu ró og
kyrrð — en það tjáir eigi, því „stríð er starf vort í stunda heimi“ og rnargt gam-
alt \erður að deyja, svo hið nýja geti fæðzt, og það kann vel að vera, að allt
það sem enn er orðið sé ekki nema byrjun til hinna ógurlegu byltinga, sem
eigi að verða, áður en þjóðimar geti risið upp aftur fegurri og betri úr rúst-
um sínum, eins og sagt er um fuglinn Fönix, að hann fljúgi upp af ösku
sinni.“
Það em allöruggar heimildir unr það, að Norðurfari hafi átt miklum vin-
sældum að fagna á íslandi og borizt víða út. En með sömu skipum og Norður-
fari var fluttur til íslands barst einnig áttundi árgangur Nýrra félagsrita. Þar
birti Jón Sigurðsson Hugvekju til Islendinga, áhrifamestu stjórnmálaritgerð
á íslenzka tungu, stefnuskrá, er varð gunnfáni þjóðarinnar urn áratugi. Þegar
Jón skrifaði Hugvekju sína, hafði alþingi verið háð tvisvar sinnum, ráðgefandi
þing, búið sama valdi og stéttaþingin í Danmörku. A síðara þinginu 1847
höfðu verið teknar til umræðu bænarskrár úr 12 sýslum með 1177 undir-
skriftum. Bænarskrár þessar fóru þess á leit við alþing, að það bæði konung
um breyting á alþingistilskipuninni, einkum að því er varðaði kosningarétt-
ínn. Alþingi samþykkti bænarskrá þess efnis, að kosningaréttur yrði almennur
á þann hátt, að hver maður skyldi hafa kosningarrétt, ef hann væri ekki öðr-
um háður, þ. e. hjú eða öreigi. I annan stað var farið þess á leit við konung,
að íslenzka yrði ein töluð á þinginu og alþingi háð í heyranda hljóði. Kröfur
alþingis 1847 um aukin mannréttindi og aukinn íslenzkan rétt á ráðgefandi
þingi voru auðsæ merki þess, að íslenzka þjóðin var óðum að þokast nær þeirri
þjóðfrelsishreyfingu, sem byltingarárið 1848 hratt fram.
Hið pólitíska foringjalið íslendinga í Kaupmannahöfn fagnaði ákaft hylt-
ingum meginlandsins og viðburðunum, sem af þeim leiddi í ríki Danakon-
ungs. Hinn 18. marz skrifar Jón Sigurðsson Jens bróður sínurn: „Þú veizt,
að margir hafa fundið á sér árin fyrirfarandi eins og veðurboða, en nú er það
komið fram, því garnla Evrópa er nú þegar í loga.“ Og 6. júlí skrifar hann
aftur bróður sínum: „Þjóðverjar eru búnir að taka af sambandsþingið, og lík-