Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 91

Andvari - 01.03.1968, Page 91
ANDVARI Afangar á leið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu 89 annars kosningalagafrumvarp til þjóðfundar. I frumvarpi stjórnarinnar var gert ráð fyrir tvöföldum kosningum, þ. e. að kjörmenn skyldu kjósa fulltrúana. Þetta felldi þingið og fór þess á leit við konung, að kosningar yrðu einfaldar, enda kom það í ljós í umræðunum, að þingmenn skoðuðu „fund þann eða þing, sem beðið er urn að ári komanda, öðru vísi en það þing, er þeir ætla þeim áminnzta fundi að mynda fyrir eftirkomandi tíma.“ Af þeim ummælum er ljóst, að alþingi taldi væntanlegan fund búinn valdi grundvallarlagaþinga og jafnsnjallan stjórnlagaþingi Dana. f september 1849 féllst danska stjórnin á kosningalög alþingis til Þjóðfundar: kosningar skvldu vera einfaldar og al- mennar, allir karlmenn 30 ára að aldri höfðu kosningarrétt, nema hjú, lausa- menn og sveitarlimir, ennfremur verzlunarfulltrúar og stúdentar og hjú, er veittu heimili forstöðu. Þegar alþingi lauk 1849, þóttust allir þess fullvissir, að þjóðfundurinn mundi verða boðaður að sumri. I þingslitaræðu sinni komst Jón Sigurðsson svo að orði, að þing þetta mundi verða „hið síðasta ráðgjafarþing vort, í því formi, sem það hefur hingað til verið, en vér höfum þá von og öruggt traust, að nýtt þjóðþing rísi upp eins og ungur Fönix, úr ösku þess liins garnla, miklu fjörugra og fullkomnara en þetta.“ Nú virtist ekkert vera að vanbúnaði, og ekki var annað að sjá en þjóðin öll væri haldin sömu bjartsýninni og alþingisforsetinn Jón Sigurðsson. Allir væntu þess, að Þjóðfundurinn yrði haldinn sumarið 1850, en í maímánuði það ár tilkynnti danska stjórnin, að fresta yrði Þjóðfundinum um eitt ár í viðbót. Þetta þóttu ill tíðindi, en engum mun hafa orðið meira brugðið en Jóni Sigurðssyni. í tíunda árgangi Nýrra félagsrita 1850 gat liann á tveim síðustu bls. komið fyrir stuttu ávarpi: Til lslendinga. Hann er sýnilega kvíða- lullur yfir því, að íslendingar fari að gera sér alls konar hugmyndir um frest- unina, og biður þá um að rannsaka ekki smásmugulega ástæður stjórnarinnar. Hann leggur að íslendingum að binda með sér þjóðlegt samband um allt land, en hafa ekkert annað fyrir stafni en það, sem opinbert má verða. Loks biður hann þá að sýna ekki embættismönnum vanvirðu eða ótilhlýðilegan mótþróa. Brynjólfur Pétursson hefur í bréfi skýrt frestun Þjóðfundarins þannig, að danskir ráðherrar telji torvelt að semja frumvarp um stöðu íslands vegna þess, að Slesvíkurmenn kunni að neyta þess sér í vil. Hann bætir því raunar við, að sér sýnist þessar ástæður ekki gildar. Jón Sigurðsson drepur um líkt leyti á þetta atriði og virðist vera á sama máli og Brynjólfur — að ástæðan sé ekki gild. Þó er eins og þeir báðir vilji láta þetta gott heita. Nú á síðustu árum hafa verið birtar í Danmörku nýjar og merkilegar heim- ildir, sem varpa skýru Ijósi á þetta mál — frestun Þjóðfundarins 1850. Það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.