Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 97

Andvari - 01.03.1968, Page 97
ANDVARI ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU 95 ungi, en þó vildi hann taka það ráð, að leitað yrði álits alþingis jafnvel í þeim málum, sem það hefði ekki ákvarðandi vald. Þrír áhrifaríkir ráðherrar voru því á einu máli um, að Alþingi fslendinga skyldi ekki búið löggjafarvaldi. Rosenörn innanríkisráðherra streittist einn á móti þessu á ríkisráðsfundinum og maldaði nokkuð í móinn og var þó fremur deigur. Hann kvaðst telja það ófært að veita alþingi aðeins ráðgefandi vald i öllum löggjafarmálum, svo sem dómsmálaráðherrann liafði farið frarn á. I þeim málum, sem vörðuðu sérstaldega íslenzk efni, yrði að veita þinginu „nokkru rýmra vald“ (maatte indrömme Thinget noget större Myndighed). Að loknum umræðum samþykkti Ríkisráðið að fela innanríkisráðherranum að semja drög að þeim frumvörpum, sem leggja skyldi fyrir Þjóðfundinn, en síðan skyldu þau send kirkju- og kennslumálaráðherra og dómsmálaráðherra til álita, og skyldu þeir gera þær athugasemdir við frumvörpin, er þeir teldu þurfa, en því næst skyldi málið allt verða lagt fyrir Ríkisráðið til íullnaðarúrskurðar. Á fundi í Ríkisráðinu 6. maí var gengið frá Frumvarpi til laga um stöðu ís- lands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á íslandi, svo sem það er kallað í Þjóðfundartíðindunum. Á meðan danska stjórnin bjóst til bardaga við væntanlegan þjóðfund og varði til þess heilu ári, svo sem rakið hefur verið úr gerðabókum Ríkisráðsins, unnu Islendingar að undirbúningi þeirrar samkundu, er þeir töldu vera sitt stjórnlagaþing. Yfir þessum viðbúnaði öllum er eitthvert skemmtilegt hispurs- leysi, en þeir virðast grunlausir um það, sem í vændum er. Sumarið 1850 er haldinn Þingvallafundur, og þar er samþykkt yfirlýsing þess efnis, að ísland sé frjálst sambandsland Danmerkur, en ekki partur úr Danmörku né unnið með herskildi. Þá er lagt til, að alþingi fái öll þau réttindi sem þjóðþing hafa, þar sem stjórn sé þingbundin, aðskilinn fjárhag við Danmörku, og innlenda stjórn um öll mál, er sér í lagi snerta Island. Á þessum fundi var kosin aðal- nefnd, er taka átti þetta fundarálit til greina, en í öllum sýslum landsins skyldi kjósa nefndir á almennum sýslulundum til að ræða stjórnlagamálið og senda aðalnefndinni tillögur. Aldrei fyrr í sögu íslands hafði þjóðin verið skipulögð til pólitískrar baráttu með slíkum hætti og nú. Slík þjóðarhreyfing var alger nýjung í landinu. Það hefur án efa verið eftir þennan Þingvallafund, að Trampe greifi hefur varað Rosenörn við þeim kröfum og staðhæfingum, sem vænta mátti af hálfu íslendinga, og svo að Ríkisráðið ákvað að hefta umræðu- frelsi Þjóðfundarins. I lok júnímánaðar 1851 var enn haldinn Þingvallafundur til að árétta fyrri kröfur. Og nú verða menn að minnast þess, að um þetta leyti hafði bylt- ingarhreyfingin verið brotin á bak aftur um alla Evrópu, afturhaldið grátt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.