Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 97
ANDVARI
ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
95
ungi, en þó vildi hann taka það ráð, að leitað yrði álits alþingis jafnvel í þeim
málum, sem það hefði ekki ákvarðandi vald.
Þrír áhrifaríkir ráðherrar voru því á einu máli um, að Alþingi fslendinga
skyldi ekki búið löggjafarvaldi. Rosenörn innanríkisráðherra streittist einn á
móti þessu á ríkisráðsfundinum og maldaði nokkuð í móinn og var þó fremur
deigur. Hann kvaðst telja það ófært að veita alþingi aðeins ráðgefandi vald i
öllum löggjafarmálum, svo sem dómsmálaráðherrann liafði farið frarn á. I
þeim málum, sem vörðuðu sérstaldega íslenzk efni, yrði að veita þinginu
„nokkru rýmra vald“ (maatte indrömme Thinget noget större Myndighed).
Að loknum umræðum samþykkti Ríkisráðið að fela innanríkisráðherranum að
semja drög að þeim frumvörpum, sem leggja skyldi fyrir Þjóðfundinn, en síðan
skyldu þau send kirkju- og kennslumálaráðherra og dómsmálaráðherra til
álita, og skyldu þeir gera þær athugasemdir við frumvörpin, er þeir teldu þurfa,
en því næst skyldi málið allt verða lagt fyrir Ríkisráðið til íullnaðarúrskurðar.
Á fundi í Ríkisráðinu 6. maí var gengið frá Frumvarpi til laga um stöðu ís-
lands í fyrirkomulagi ríkisins og um ríkisþingskosningar á íslandi, svo sem
það er kallað í Þjóðfundartíðindunum.
Á meðan danska stjórnin bjóst til bardaga við væntanlegan þjóðfund og
varði til þess heilu ári, svo sem rakið hefur verið úr gerðabókum Ríkisráðsins,
unnu Islendingar að undirbúningi þeirrar samkundu, er þeir töldu vera sitt
stjórnlagaþing. Yfir þessum viðbúnaði öllum er eitthvert skemmtilegt hispurs-
leysi, en þeir virðast grunlausir um það, sem í vændum er. Sumarið 1850 er
haldinn Þingvallafundur, og þar er samþykkt yfirlýsing þess efnis, að ísland
sé frjálst sambandsland Danmerkur, en ekki partur úr Danmörku né unnið
með herskildi. Þá er lagt til, að alþingi fái öll þau réttindi sem þjóðþing hafa,
þar sem stjórn sé þingbundin, aðskilinn fjárhag við Danmörku, og innlenda
stjórn um öll mál, er sér í lagi snerta Island. Á þessum fundi var kosin aðal-
nefnd, er taka átti þetta fundarálit til greina, en í öllum sýslum landsins skyldi
kjósa nefndir á almennum sýslulundum til að ræða stjórnlagamálið og senda
aðalnefndinni tillögur. Aldrei fyrr í sögu íslands hafði þjóðin verið skipulögð
til pólitískrar baráttu með slíkum hætti og nú. Slík þjóðarhreyfing var alger
nýjung í landinu. Það hefur án efa verið eftir þennan Þingvallafund, að
Trampe greifi hefur varað Rosenörn við þeim kröfum og staðhæfingum, sem
vænta mátti af hálfu íslendinga, og svo að Ríkisráðið ákvað að hefta umræðu-
frelsi Þjóðfundarins.
I lok júnímánaðar 1851 var enn haldinn Þingvallafundur til að árétta
fyrri kröfur. Og nú verða menn að minnast þess, að um þetta leyti hafði bylt-
ingarhreyfingin verið brotin á bak aftur um alla Evrópu, afturhaldið grátt