Andvari - 01.03.1968, Side 98
96
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
fyrir járnum stóð sigri hrósandi yfir byltingarmönnunum og hugsjónum þeirra
helsærðum. En í Reykjavík er Þjóðfundur settur 5. júlí, eins og ekkert hafi
í skorizt. Það hafði verið til hans stofnað, er sól evrópskrar þjóðfrelsishreyf-
ingar var enn í hádegisstað haustið 1848. Nærri þremur árum síðar virðist
hann á þessum heitu sumardögum 1851 hálfóraunvcrulegur, sögulegur grund-
völlur hans brostinn.
Það er mikill bagi, að heimildirnar um Þjóðfundinn eru af skornum
skammti, þcgar frá eru skilin sjálf fundartíðindin. Engin blöð konni út í
Reykjavík meðan hann sat á rökstólum, stiftsyfirvöldin höfðu lokað prent-
smiðjunni. Það er því girnilegt til fróðleiks, að til er bréf frá Jóni Sigurðssyni
til Gísla Brynjúlfssonar, dagsett 12. júlí, þegar vika er liðin af Þjóðfundinum.
Hann kcmst þar svo að orði: „Dátunum hlæja menn að, og þeim er ekki otað
enn, en þeir eru að byggja skotgarða og púðurhús, sem kýrnar í Skuggahverf-
inu (sem NB engar eru) rífa niður líklega innan skamms. Andi þingmanna er
sá, að láta gjöra sér og landi sínu órétt með valdi, ef svo skyldi til takast, en
aldrei játa því, sem rangt er, en svo mun vera látið í veðri vaka sem slitið
verði þingi, ef þeir verði þráir, og munu þcir ekki vikna við það. Svaviter in
modo, fortier in re — blíðir í máli, harðir í raun, held ég sé þeirra atkvæði,
og það þykir mér bezt.“
Það rná ganga að því vísu, að Jón hefur ekki gert sér neinar gyllivonir um
framvindu og afdrif Þjóðfundarins. Líklegast er, að hann hafi vitað það fyrir,
að Þjóðfundinum yrði hleypt upp, og jafnvel ekki harmað það, slík sem tafl-
staðan var. En hann var þess albúinn að verja rétt hans til hins ýtrasta, efla
hann að þinglegu valdi, svo sem frekast var unnt. Þessa viðleitni má glögg-
lega sjá á þingsköpum Þjóðfundarins. Þingskapanefnd var kosin hinn 7. júlí,
og var Jón Sigurðsson framsögumaður hennar. Þingskapanefndin lagði fram
tillögur sínar þann 11. júlí, en umræðum um þær var ekki lokið fyrr en
þann 15.
í 1. gr. þingskapalaga var lýst friðhelgi þingmanna, og er hver þingmaður
vítalaus fyrir ræður og atkvæði á þingi. Samkv. 7. gr. eru það þingsafglöp, ef
maður atyrðir þingið eða nokkurn þingmann á nokkurn hátt, svo sem fyrir
vonzkulull ráð eða illan vilja, eða ef maður beitir konungi og vilja hans í því
skyni að beygja frjáls atkvæði rnanna, eða et maður hefur hótanir í framnii um
nokkurt ofríki á nokkurn veg í sama skyni. Með þessurn ákvæðum var reynt
að hlaða varnargarð um Þjóðfundinn og skapa honum vinnufrið. Bannið við
að beita konungi og vilja hans mun vera tekið úr sænskri þingréttarvenju.
Samkvæmt 15. gr. var forseta Þjóðfundarins bannað að taka þátt í umræð-
um á fundum að efninu til, nema því aðeins að hann viki úr forsetasæti á