Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Síða 98

Andvari - 01.03.1968, Síða 98
96 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVARI fyrir járnum stóð sigri hrósandi yfir byltingarmönnunum og hugsjónum þeirra helsærðum. En í Reykjavík er Þjóðfundur settur 5. júlí, eins og ekkert hafi í skorizt. Það hafði verið til hans stofnað, er sól evrópskrar þjóðfrelsishreyf- ingar var enn í hádegisstað haustið 1848. Nærri þremur árum síðar virðist hann á þessum heitu sumardögum 1851 hálfóraunvcrulegur, sögulegur grund- völlur hans brostinn. Það er mikill bagi, að heimildirnar um Þjóðfundinn eru af skornum skammti, þcgar frá eru skilin sjálf fundartíðindin. Engin blöð konni út í Reykjavík meðan hann sat á rökstólum, stiftsyfirvöldin höfðu lokað prent- smiðjunni. Það er því girnilegt til fróðleiks, að til er bréf frá Jóni Sigurðssyni til Gísla Brynjúlfssonar, dagsett 12. júlí, þegar vika er liðin af Þjóðfundinum. Hann kcmst þar svo að orði: „Dátunum hlæja menn að, og þeim er ekki otað enn, en þeir eru að byggja skotgarða og púðurhús, sem kýrnar í Skuggahverf- inu (sem NB engar eru) rífa niður líklega innan skamms. Andi þingmanna er sá, að láta gjöra sér og landi sínu órétt með valdi, ef svo skyldi til takast, en aldrei játa því, sem rangt er, en svo mun vera látið í veðri vaka sem slitið verði þingi, ef þeir verði þráir, og munu þcir ekki vikna við það. Svaviter in modo, fortier in re — blíðir í máli, harðir í raun, held ég sé þeirra atkvæði, og það þykir mér bezt.“ Það rná ganga að því vísu, að Jón hefur ekki gert sér neinar gyllivonir um framvindu og afdrif Þjóðfundarins. Líklegast er, að hann hafi vitað það fyrir, að Þjóðfundinum yrði hleypt upp, og jafnvel ekki harmað það, slík sem tafl- staðan var. En hann var þess albúinn að verja rétt hans til hins ýtrasta, efla hann að þinglegu valdi, svo sem frekast var unnt. Þessa viðleitni má glögg- lega sjá á þingsköpum Þjóðfundarins. Þingskapanefnd var kosin hinn 7. júlí, og var Jón Sigurðsson framsögumaður hennar. Þingskapanefndin lagði fram tillögur sínar þann 11. júlí, en umræðum um þær var ekki lokið fyrr en þann 15. í 1. gr. þingskapalaga var lýst friðhelgi þingmanna, og er hver þingmaður vítalaus fyrir ræður og atkvæði á þingi. Samkv. 7. gr. eru það þingsafglöp, ef maður atyrðir þingið eða nokkurn þingmann á nokkurn hátt, svo sem fyrir vonzkulull ráð eða illan vilja, eða ef maður beitir konungi og vilja hans í því skyni að beygja frjáls atkvæði rnanna, eða et maður hefur hótanir í framnii um nokkurt ofríki á nokkurn veg í sama skyni. Með þessurn ákvæðum var reynt að hlaða varnargarð um Þjóðfundinn og skapa honum vinnufrið. Bannið við að beita konungi og vilja hans mun vera tekið úr sænskri þingréttarvenju. Samkvæmt 15. gr. var forseta Þjóðfundarins bannað að taka þátt í umræð- um á fundum að efninu til, nema því aðeins að hann viki úr forsetasæti á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.