Andvari - 01.03.1968, Side 123
ANDVARI
GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON
121
Á næsta alþingi, 1879, brá svo við, að Arnljótur var ekki kosinn í fjárlaga-
nefndina og fékk til þess svo fá atkvæði, að þess er ekki getið í þingtíðindum,
hve mörg þau voru, og er þó getið atkvæðafjölda hjá þeim, er næst gengu þeim,
er kosnir voru. Þá var Einar í Nesi aftur í nefndina valinn með 20 atkvæðum
eins og sjálfur Grímur. Á þessari breytingu er enga skýringu að finna í þing-
tíðindum. En fimm árum síðar segir blaðið Fjallkonan frá því í „palladómi" um
Grím, að hann hafi, er hér var komið sögu, „með höfðatölufylgi og kænleik —
— kvíað ýmsa nýtustu krafta deildarinnar (þ. e. N. d. alþingis) í einangur, bolað
séra Arnljóti, sem er fjárglöggastur maður annar en Grírnur, frá nær öllum
áhrifum á fjárlögin o. s. frv.“ Hvað sem hæft kann að vera í þessu, lét séra Arn-
ljótur það eða þvílíkt eigi mjög á sér finna í umræðum um fjárlögin. Hann tók
mikinn þátt í þeim umræðum á þessu þingi, 1879, eins og á þinginu 1877, hafði
ýmislegt við störf og tillögur fjárlaganefndar að athuga, en athugasemdir hans
voru algerlega lausar við óþarfar ýfingar, og hann vék jafnvel fremur vinsarn-
legum ummælum að nefndinni fyrir störf hennar, er á allt væri litið. Grími
sýndi hann ekki neinar ertingar á þinginu - nema einu sinni, og þá með þeim
hætti, að allur þingheimur hafði skemmtun af og, að því er virðist, Grímur
sjálfur líka, þó að honum hljóti jafnframt að hafa sviðið nokkuð undan.
Málavextir voru þeir, að íslendingar í Kaupmannahöfn sendu alþingi erindi
um það, að veita Matthíasi Jochumssyni fjárhagslega viðurkenningu fyrir íþrótt
hans sem skálds. Erindið var lagt fyrir fjárlaganefnd sem sjálfsagt var. Erindi
þessu var vinsamlega tekið í nefndinni, en Grímur, sem réð þar mestu, hafði sín
boðorð, sem hann vildi ekki hrjóta, fyrst það boðorðið, að hafa á hverjum fjár-
lögum þann tekjuafgang, að öruggt væri, að unnt yrði að mæta óvissum útgjöld-
um, hæði þeim, er þingið kynni á landssjóðinn að leggja með nýjum lögum, og
einnig þeim, er ófyrirsjáanleg voru, og í öðru lagi það boðorð, að leggjn ekki
lé í neitt, sem eigi væri undirbúið og fyrirhugað af fullu viti. Ýmislegt var í
uppsiglingu á þinginu, sem ekki var fullséð, hvernig réðist eða hvað mundi kosta
landssjóðinn, ef samþykkt yrði. En í annan stað var nokkur afgangur frá liðnu
ári i féhirzlu landssjóðs og góðar horfur um afgang á árinu, sem var að líða.
Því var um það rætt í nefndinni, að taka fjárveitingu til Matthíasar upp á fjár-
aukalög fyrir árin 1878—1879, meðal annars til þess að greiða Matthíasi þetta
þegar á árinu, sem var að líða, enda mun það hafa verið vitað, að honum kæmi
það vel. Eitthvað var um þetta rætt við landshöfðingja, og hafði hann tekið því
vel án þess að bindast ákveðnum loforðum. Svo dróst það úr hömlu, að endan-
lega væri frá þessu gengið, e. t. v. vegna þess, að formanni fjárlaganefndar hefur
ekki verið þetta brennandi áhugamál. Þarna sá Arnljótur sér færi á að stríða
Grími ofurlítið. Hann fékk með sér fimrn þingmenn, Tryggva Gunnarsson,