Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 123

Andvari - 01.03.1968, Page 123
ANDVARI GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON 121 Á næsta alþingi, 1879, brá svo við, að Arnljótur var ekki kosinn í fjárlaga- nefndina og fékk til þess svo fá atkvæði, að þess er ekki getið í þingtíðindum, hve mörg þau voru, og er þó getið atkvæðafjölda hjá þeim, er næst gengu þeim, er kosnir voru. Þá var Einar í Nesi aftur í nefndina valinn með 20 atkvæðum eins og sjálfur Grímur. Á þessari breytingu er enga skýringu að finna í þing- tíðindum. En fimm árum síðar segir blaðið Fjallkonan frá því í „palladómi" um Grím, að hann hafi, er hér var komið sögu, „með höfðatölufylgi og kænleik — — kvíað ýmsa nýtustu krafta deildarinnar (þ. e. N. d. alþingis) í einangur, bolað séra Arnljóti, sem er fjárglöggastur maður annar en Grírnur, frá nær öllum áhrifum á fjárlögin o. s. frv.“ Hvað sem hæft kann að vera í þessu, lét séra Arn- ljótur það eða þvílíkt eigi mjög á sér finna í umræðum um fjárlögin. Hann tók mikinn þátt í þeim umræðum á þessu þingi, 1879, eins og á þinginu 1877, hafði ýmislegt við störf og tillögur fjárlaganefndar að athuga, en athugasemdir hans voru algerlega lausar við óþarfar ýfingar, og hann vék jafnvel fremur vinsarn- legum ummælum að nefndinni fyrir störf hennar, er á allt væri litið. Grími sýndi hann ekki neinar ertingar á þinginu - nema einu sinni, og þá með þeim hætti, að allur þingheimur hafði skemmtun af og, að því er virðist, Grímur sjálfur líka, þó að honum hljóti jafnframt að hafa sviðið nokkuð undan. Málavextir voru þeir, að íslendingar í Kaupmannahöfn sendu alþingi erindi um það, að veita Matthíasi Jochumssyni fjárhagslega viðurkenningu fyrir íþrótt hans sem skálds. Erindið var lagt fyrir fjárlaganefnd sem sjálfsagt var. Erindi þessu var vinsamlega tekið í nefndinni, en Grímur, sem réð þar mestu, hafði sín boðorð, sem hann vildi ekki hrjóta, fyrst það boðorðið, að hafa á hverjum fjár- lögum þann tekjuafgang, að öruggt væri, að unnt yrði að mæta óvissum útgjöld- um, hæði þeim, er þingið kynni á landssjóðinn að leggja með nýjum lögum, og einnig þeim, er ófyrirsjáanleg voru, og í öðru lagi það boðorð, að leggjn ekki lé í neitt, sem eigi væri undirbúið og fyrirhugað af fullu viti. Ýmislegt var í uppsiglingu á þinginu, sem ekki var fullséð, hvernig réðist eða hvað mundi kosta landssjóðinn, ef samþykkt yrði. En í annan stað var nokkur afgangur frá liðnu ári i féhirzlu landssjóðs og góðar horfur um afgang á árinu, sem var að líða. Því var um það rætt í nefndinni, að taka fjárveitingu til Matthíasar upp á fjár- aukalög fyrir árin 1878—1879, meðal annars til þess að greiða Matthíasi þetta þegar á árinu, sem var að líða, enda mun það hafa verið vitað, að honum kæmi það vel. Eitthvað var um þetta rætt við landshöfðingja, og hafði hann tekið því vel án þess að bindast ákveðnum loforðum. Svo dróst það úr hömlu, að endan- lega væri frá þessu gengið, e. t. v. vegna þess, að formanni fjárlaganefndar hefur ekki verið þetta brennandi áhugamál. Þarna sá Arnljótur sér færi á að stríða Grími ofurlítið. Hann fékk með sér fimrn þingmenn, Tryggva Gunnarsson,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.