Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 7
Andvari
Pétur Jónsson
á Gautlöndum.
Þjóðhátíðin 1874 varð æskumönnum þeirrar tíðar
morgunvakning um land allt. Framsóknarsöngvar og
þjóðleg kvæði hljómuðu um byggðir, og bergmál heyrðist
ofan frá liðnum gullaldartíma. Þeir tónar gripu djúpt.
Þeir ómuðu í sál heillar kynslóðar, þeirrar sem þá var
uppvaxandi í okkar landi, og geymdust mörgum manni
ferskir í minni ævilangt. —
í nýjum blöðum og tímaritum barst hrópandans rödd
út á meðal fólksins. Þar var bent á nýjar Ieiðir og
verkefni, sagt fyrir um athafnir komandi tíma. Og
»frelsisskráin«, nýfengin, gerði loftið léttara, útsýn bjart-
ari, vegu greiðfærari en áður þótti. — —
------í Mývatnssveit rann sá morgunn yfir uppvax-
andi kynslóð þeirra manna, sem þar hafa mest stækkað
andlega útsýn sveitarfólksins og jafnframt lagt til nokkra
þá menn í senn, er komið hafa við landsmál og haft
þau störf með höndum, sem alþjóð varða.
Þar er þá margt ungmenna, einkum á hinum betri
heimilum, samaldra æskumenn á þeim höfuðbólum,
Reykjahlíð, Skútustöðum, Grænavatni og Gautlöndum.
— Tímans umbótahugsjón varð nú þessum mönnum
æskuhugsjón, er þeir festu tryggð við og vildu þjóna.
Þeir hófu umbótaviðleitni í sveit sinni. Og sú viðleitni
hófst, þegar í upphafi, með samtökum og félagsskap.