Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 26
22
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Þennan aukavarning gæfist mönnum síðan kostur á
að kaupa gegn borgun út í hönd. Skyldi sérstakur mað-
ur fenginn, á félagsins kostnað, til að annast útsölu þessa
og skila reikningshaldi til formanns.
Þetta var nefnd söludeild, hliðstætt hinum nafngreindu
pöntunardeildum. Með þessum hætti er stofnuð söludeild
í kaupfélagi Þingeyinga árið 1890. Selja skyldi vörurnar
með sannvirði. Því einu mátti bæta við innkaupsverð, er
tilkostnaður nam og svo tillagi í varasjóð.
Nú tók söludeild ekki vörur í gjaldeyri; en þeir voru
fáir, sem gátu verzlað peningum.
Þá var ráð fundið til að létta félagsmönnum kaupin.
Jafnframt því, að hver félagsmaður Iagði inn hjá af-
greiðslumanni þá vöru, sem hann hafði lofað móti pöntun
sinni, gat hann auk þess lagt inn það, sem hann vildi
kaupa fyrir í söludeild. Fekk hann þá skírteini skriflegt
fyrir því aukainnleggi, með áætlunarverði þess. Gegn því
skírteini var keypt í söludeild.
Formaður beitti sér fyrir stofnun söludeildar. Sætti
það nokkurri mótstöðu. Mörgum gætnum mönnum þótti
ráðizt í viðsjált efni. Sá skilningur var þá algengur, að
ekki væri tilgangur eða verkefni kaupfélags að reisa
sölubúð.
En þess var ekki langt að bíða, að allur fjöldi félags-
manna sannfærðist um réttmæti og nauðsyn söludeildar.
Með stofnun hennar var vikið inn á þá braut, sem
mest greiddi fyrir vexti og sjálfstæði félagsins. Upp frá
því gerðist það smátt og smátt fært að fullnægja við-
skiptaþörf félagsmanna.
Færðist þá og söludeild í sama horf og venjuleg
kaupfélags-sölubúð.
Fyrsta úrræði til að ávinna kaupfélaginu veltufé urðu
sjóðstofnanir innan félags. Það var áhugamál formanns