Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 16
12
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Þwí hélzt þeim á góðum hjúum. — En það átti sinn
þátt í góðum þrifum búskaparins, þótt hann væri út-
dráttasamur. —
Á vetrum, þegar setu áttu á Gautlöndum fremstu
menn kaupfélags og héraðs, þá varð næstu grönnum og
yngri mönnum tíðförult þangað heim, er þar mátti heyra
á margbreyttan, fjörugan málsflutning þeirra manna flestra,
eða allra samt, sem nafnkenndir hafa síðan orðið úr
þessu héraði. —
Á Gautlöndum var um þetta skeið hið stærsta og
merkasta sveitaheimili í sýslunni. Og það var jafnframt
eitt hið bezta heimili.
En skugga sorgarinnar bar snögglega yfir það. Hús-
freyjan andaðist 30. nóv. 1894 af barnsburði.
Fáum árum áður hafði systir hennar, Hólmfríður í
Reykjahlíð, látizt af sömu völdum. — Féllu mörgum
þungt þau systurlát.
Frú Dýrleif Sveinsdóttir, kona sr. Árna, dó um sama
Ieyti og Þóra á Gautlöndum. — Utför þeirra var sam-
eiginleg á Skútustöðum. Veit eg eigi meiri sorg í Mý-
vatnssveit en í það skipti.
— Pétur bar harm sinn af þvílíkri stillingu, að orð
var haft á. En kunnugir vissu, að sár hans stóð svo
djúpt, að það blæddi inn. Og hér reyndist svo, að það
sár entist ævin ekki að græða. —
Á því sama ári og heimili Péturs Jónssonar varð
fyrir svo þungu áfalli, hafði hann tekið við þing-
mennsku fyrir Suður-Þingeyjarsýslu. Hann stóð í þeim
sporum, að hann hafði þá tekið við öllum höfuðþáttum
sinna margbrotnu starfa.
En hér var honum dæmdur þyngstur vandi á hönd.
Hann stóð einn, með 6 börn sín á unga aldri.