Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 102
98
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
reynast í framtíðinni, ef réttilega er unnið að þessum
ræktunarmálum, þ. e. á vísindalegum grundvelli hagnýtra
tilrauna og rannsókna.
Ritgerð þessi yrði endaslepp, ef eg minntist ekkert á
það, hvernig ætti að rækta korn og koma á kornyrkju
hér á landi, og ef sleppt væri gagnsemi hennar og rétt-
mæti í íslenzkum búrekstri.
Hvarvetna þar sem kornyrkja hefir verið stunduð,
hefir um hana myndazt skipulag ræktunar, þar sem jarð-
vinnsla, útsæði og uppskera hafa verið þau verkatriði
ársins, sem búreksturinn hefir verið tengdur við. Þar
sem hún hefir ekki verið stunduð, hefir jarðvinnsla og
útsæði ekki komið eins mikið til greina, og þess vegna
vantað það skipulag og undirstöðu sem henni eru samfara.
Það ágæti, sem fylgir akuryrkjunni fram yfir grænrækt
eingöngu, er einmitt fjölbreytni í búrekstrinum. Akur-
yrkjuþjóð hefir margbreyttari framleiðslu og betri á
margan hátt, vegna þess að inn í akuryrkjustarfið er
innofin þekking og raungild meðferð ákveðinna ræktar-
plantna, sem menn þekkja og vita, hvað er; meðferð
jarðarinnar skapar hér þörf fyrir ákveðnar fóðurjurtir,
eins og grasræktin skapar þá umgjörð, er að einslleyfir
ræktun ákveðinna búfjártegunda.
Það er mönnunum ljóst, að fjölbreytni í framleiðslu
tryggir öryggi landbúnaðarins, og svo má búast við, að
hér verði sem annarstaðar.
Samfara kornyrkjunni vex viðleitni manna til að rækta
betur það, sem búféð þarfnast, eins og grasið. Aukin
jarðvinnsla á réttum tíma, er hæfir hverri ræktun út af
fyrir sig, og eins í sameiningu, gerir það að verkum a&