Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 101
Andvari
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
97
hrúgum frá hausfi til vors. Ef æíti að nota kornið til
mölunar, verður að þurka það áður við sérstakan hita.
Sést hér af því, sem að framan er ritað, að ræktun
hans þrífst ekki einungis í smátilraunum, heldur og líka
í stærra stýl.
Bráðþroska bygg- og hafraafbrigði þroskast hér í meðal-
sumri, og uppskeran getur orðið frá 20—35 tunnur af
ha, og er þetta sú aðalniðurstaða, sem eg hefi komizt
að við mínar tilraunir.
Uppskeran er ekki minni né lakari en í Noregi og
sumstaðar í Danmöku, þótt ræktuð séu bráðþroska af-
brigði; er þess vegna rangt, eins og hefir verið á lopt
haldið af sumum, að hér geti kornyrkja ekki svarað
kostnaði eftir afbrigðum og öðrum aðstæðum hverrar
ræktunar.
Kornið var skorið (þ. e. slegið) frá 3.—20. september,
en var ekki ekið inn fyrr en 8.—20. október, vegna
hinna óvenjumiklu rigninga og hrakviðra, sem gengu
svo að segja allt haustið. Þrátt fyrir slæmt haust skemmd-
ist kornið ekki, en ódrýgðist nokkuð vegna músa og
fugla, sem ásóttu það, þegar búið var að binda og
setja það í skrýfi til þurkunar.
Virðist eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefir í þessi 7
ár, sem kornyrkjutilraunir hafa staðið yfir, ekki vera
miklum vandkvæðum bundið að hirða um uppskeruna á
ökrum úti, þótt illa viðri. Hér þarf ekki að óttast það,
að kornið spíri í öxunum, eins og stundum kemur fyrir
í Danmörku, ef votviðrasamt er um uppskerutímann.
Að vísu er tæpast unnt að búast við því, að kornið
geti orðið svo hart, að til mölunar sé nothæft. Til þess
er haustveðráttan íslenzka, að minnsta kosti hér sunnan-
lands, of votviðrasöm, þegar miðað er við þessa 7
ára reynslu, og miklar líkur eru fyrir því, að svo muni
7