Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 59
Andvari
Baöhey.
55
að minnsta kosti af saltinu; bað var ekki finnanlegt salt-
bragð af heyinu, begar bað var tekið upp aftur í vetur.
Af kalkinu bindst vafalaust meira. Saltið virðist aftur á
móti draga töluvert úr sýrumyndun í heyinu (sbr. I, 3
og II, 1, ennfremur I, 4 og II, 2). í IV virðist sýru-
myndunin hafa verið töluverð, bó að kalkið bindi hana
alla. Hvort það hefur nokkra þýðingu í þessu efni eða
öðrum, þar sem mismunur er á þessari tóft og hinum,
að í henni er há, en í hinum fyrri sláttur, skal eg ekki
um dæma, þó þykir mér það ekki ósennilegt og mun
eg víkja nánara að því síðar í þessari grein.
Eitt atriði má manni ekki sjást yfir í þessu sambandi,
sem hlýtur að rugla reikningana ekki óverulega; það eru
óhreinindin í heyinu: ljámýs, áburðarkögglar o. fl. Allir,
sem með hey fara, þekkja, hve ótrúlega mikil óhrein-
indin eru í því, þó að vel sé hreinsað á vellinum og
lítið beri á þeim, þegar hey er sett inn. Þessi óhrein-
indi soðna í sundur við hitann og seyðast af vatninu.
Ekki óverulegur hluti af lífrænum efnum og köfnunar-
efnissamböndum í vatninu hlýtur að stafa frá þessu, en
hvað mikla villu þetta gerir í rannsóknunum verður ekk-
ert sagt um.
Hitinn.
Þegar blautt eða illa þurt hey er sett saman, byrjar
undir eins í því gerð. Þessi gerð gerir fyrst af öllu vart
við sig með því, að heyið hitnar. Þegar á 1. degi er
komin velgja. í I er hitinn á 5. degi kominn yfir 40°.
í II er hitinn 37° á 2. degi, í III og IV er hitinn kom-
inn yfir 40° á 3. degi. Hitinn var mældur kvölds og
morgna og í ýmsu dýpi, til þess að fá glögga hugmynd
um, hvernig hann hagaði sér. Niðurstaðan varð sú, að
í I, II og IV morraði hitinn milli 40°—50° allan tím-