Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 115
Andvari
Um lestaferðir Borgfirðinga.
111
sítt, var lykkja látin lafa niður úr hnúttnum (stráka-
lykkja). Færi einhver á bak hesti sínum, án þess að
gera hann áður upp í tagl, var sagt að hann »riði
sneyptur*. Síra Þorvald Bjarnarson á Melstað sá eg
síðastan fylgja þessum gamla vana. En hann lézt, sem
kunnugt er, árið 1906.
Aldrei höfðu ferðamenn kaffi með sér í þessi ferða-
lög, en sýrukútur fylgdi vanalega hverjum lestamanni.
Þegar í kaupstaðinn kom, var hann tíðast orðinn tómur.
Var því ekki ástæðulaust, þó að þurrbrjósta ferðamenn
tækju sér hressingu á hinn sama kút til heimferðarinnar.
Það mátti segja Borgfirðingum til verðugs lofs, að
langflestir gættu hófs í vínnautn. Var ekki sjáanlegt, að
hið lága verð á víninu og hinn greiði aðgangur til þess
yki á nokkurn hátt ástríðuna til ofnautnar. En að dreypa
við og við í vín þótti köldum og þurrbrjósta langferða-
mönnum hollt og hressandi.
Þá voru menn líka illa við því búnir að klæða af sér
regn. Hlífðarföt voru vanalega ekki önnur en grófgerðar
vaðmálsúlpur, eða grútarbornir skinnstakkar, sem ætíð
voru viðbjóðslegar flíkur, sem fáir vildu klæðast í á
þurru landi.
Með mörgu öðru, sem hefir breytzt til bóta í seinni
tíð er, að þessu langferðaböli hefir létt af Borgfirðing-
um. Nú eru svo að segja allar vörur fluttar á vögnum,
og þar með er klyfjaflutningur sá, sem hér að framan
er lýst, næstum úr sögunni. Nú eru héraðsbúar 1—3
daga í hverri ferð til vöruflutninga, en áður tók hver
ferð 7—12 daga.
Þegar litið er á þessa örðugleika, sem eldri tíðar
menn áttu við að stríða, ásamt margri annarri lífsbaráttu,
sem nú er úr vegi rudd, virðist það ekki undarlegt,
þótt seint ynnist með framfarir og hýbýlin væru hvorki