Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 77
Andvari
Baðhey.
73
búpenings og Bún. ísl. hafði kostað allar efnarannsóknir,
þá bauð eg búnaðarþingsmönnum að koma og skoða í
húsin hjá mér, og valdi það til þess 3 menn, þá Jón
H. Þorbergsson fyrv. sauðfjárræktarráðunaut, Pál Stefáns-
son á Ásólfstöðum í Þjórsárdal, fjárbónda ágætan, sem
báðir sátu á búnaðarþingi, og Hallgrím Þorbergsson
bónda á Halldórsstöðum, er hér var staddur og einnig
um langt skeið var fjárræktarráðunautur og alþekktur er
af sauðfjárrækt sinni. Er mér víst óhætt að hafa það eftir
þeim, að þeim þótti fóðrunin með ágætum, svo að þeir
þóttust trauðla áður hafa séð jafngóð þrif í fé á út-
mánuðum og vildu jafnvel halda því fram, að féð væri
offóðrað. Eg var sjálfur á þeirri skoðun. Fjármaðurinn
hafði vitanlega aldrei fóðrað á votheyi og mokaði á
garðann, svo að féð gekk allt af frá leifðu, sem svo var
fleygt. Kom okkur ekki saman um þetta. Hann hélt því
fram, að það leifða væri úrgangur, sem féð ekki vildi,
og ekki mætti gefa minna. Mér var því allmikil forvitni
á að bera þetta undir viðurkennda fjármenn og heyra
þeirra álit.
Þrátt fyrir bæði skemmdir og ódrjúglega meðferð, þá
hefir hey hjá mér aldrei orðið eins drjúgt og síðastlið-
inn vetur, röskir 2 hestar á kind (155 hestar handa 75
fjár, þar af 4 fullorðnir hrútar, 2 lambhrútar og 14
gimbrar). Venjuleg notkun hefir verið 2V4 hestur af þurr-
heyi (töðu) á kind og jafnvel meira. Ef gert er ráð fyrir,
sem mér þykir ekki um of áætlað, að 10°/o eða um
15 hestar hafi eyðilagzt af skemmdum, þá sjá menn,
hvað heyið hefir orðið mikið drýgra en venja er til,
þrátt fyrir óhóflega gjöf.
Eitt atriði er enn, sem eg hef ekki gert að umtals-
efni, en það er fjörefni eða bætiefni (vitamín) heysins.
Þau verða ekki rannsökuð öðru vísi en með fóðurtil-