Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 76
72
Daöhey.
Andvari
urinn þá á þessari og næstu vog (12. dec.) verið miklu
meiri, þótt hann sé þarna furðumikill.
Úr fjárhúsinu er innangengt í tóft II og var því byrjað
að gefa saltheyið. Vogin 12. dec. sýnir því döfnun fjár-
ins eftir 3—4 vikna gjöf af þessu heyi. Framfarirnar
eru augljósar, 4 kindur hafa létzt, en meðal-þyngdar-
aukning er samt nærri 3 kg. Um jólaleytið var farið að
gefa úr I (vatn), og dálkurinn undir 17. jan. sýnir vog
ánna, þegar verið er að ljúka við þá tóft. Afturförin er
ótvíræð, enda voru töluvert meiri skemmdir í þessari
tóft (sprunginn veggur). 20. febr. hafa ærnar verið
um 3 vikur fóðraðar með kalkheyi (Kalk II). Hafa þær
aftur tekið sig vel, meðalvogin aukizt um U/2 kg., en
30. mars hafa þær aftur tapað um V2 kg. að meðaltali.
Þennan tíma og fram úr fengu þær eingöngu kalkhey,
en vera má, að þær þá hafi verið farnar að draga við
sig heyið, því vegna blíðviðrisins, sem gengið hafði allan
marsmánuð, var farin að koma nál í túninu.
Að taflan að eins telur 30 af þessum 55 ám, kemur til
af því, að 13 af þeim átti eg ekki — greiddi hirðinguna
með fóðrun ánna — og þær voru aldrei vegnar, en 12
vantaði einhverja vogina, svo að eg tók þær ekki með.
Þegar þessar vogir eru bornar saman við rannsókn-
irnar á heyinu, þá má undarlegt heita, hvað »Salt*-heyið
gafst vel. Samkvæmt rannsóknunum er það sízt betra en
»Vatn«-heyið og ákveðið lakara en »Kalk«-heyið, sem
er langbezt, enda tóku ærnar sig allvel, er þær komu á
það fóður. Fóður-í‘/7raun/r fóru ekki fram; bæði var það,
að eg hafði engan styrk til tilraunanna, en fóðurtilraunir
hefðu aukið mjög kostnað við hirðinguna, enda var til-
gangi mínum fyllilega náð án þeirra, þessum, að fóðra
sauðfé á baðheyi eingöngu.
Vegna þess að hér var um nýlundu að ræða í fóðrun