Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 95
Aitdvayi
Fræræktar- og kornvrkjntilraunir á íslandi.
91
samanlagt hitamagn (fundið á þann hátt, að meðalhiti
hvers sólarhrings er lagður saman yhr sprettutíma teg-
undarinnar), og eftir því sem eg hafði rannsakað þetta
atriði eftir hitamælingum þeim, er fyrir lágu, voru það
ekki öll sumur, sem náðu þessu hitamagni, og þótt not-
aðir væru 120 dagar til sprettu byggsins. Tilraunir þær
með sáðtímann, er hafa nú staðið yfir í 7 sumur (3
sumur á Sámsstöðum), hafa sýnt, að vel getur það af-
brigði, sem í tilraunirnar hefir verið notað, þroskazt,
þótt hitinn sé töluvert minni. Hér hefir reynslan sýnt,
að það getur náð sæmilegum þroska við 1000—1100°
C., samanlagt hitamagn. Ef þessi staðreynd, sem hér
hefir verið lýst, er rétt, sem eg tel mjög líklegt, svo að
ekki sé fastara kveðið að orði, þá ætti að vera unnt að
rækta þetta afbrigði (Dönnesbyggið) um meginhluta
suður- og suðvesturlandsins.
Það er ekki að öllu hið samanlagða hitamagn, sem
hefir hin ráðandi úrslit um þroskun byggsins, heldur
hvernig hitanum er varið, þ. e. á hvaða tíma hita og
sólar nýtur yfir sprettutímann og eins hvenær er mest
úrfellið.
Mér hefir virzt, að mestu skipti fyrir þroskunina, að
vel viðri, sól og hlýindi í júlí og ágúst; miklar rigningar
og hráslagalegt loptslag um þessa mánuði sprettutímans
seinka þroskuninni, og byggið verður ekki svipgott (eins
og 1926).
Miklir þurkar í maí og júní draga úr hálmuppsker-
unni, en kornuppskeran getur orðið eins góð og þó
rigni mikið um þessa tvo mánuði, ef að eins tíðin er
hagstæð í júlí og ágúst.
Það er hentugra fyrir byggið, að rigni meira um maí
og júní en hina tvo, júlí og ágúst. En það eru einmitt
þessir tveir mánuðir, sem miklu skiptir um, vegna þess