Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 38
34
Péfur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
en hann bar kvíðboga fyrir því, að það gæti orðið
ógæfa fyrir landbúnaðinn. —
Á yngri árum sínum hafði Pétur unnið að bindindis-
málum. Og alla ævi var honum vínnautn fjarri skapi. —
En jafnfjarri skapi var honum hið svo kallaða vínbann.
Hann var svo frjálslyndur maður, að hann gat ekki
neitað sér um þá hugsjón, að þeim einstaklingum, sem
vildu, eða þurftu að neyta víns, mætti vinnast þroski til
þess að kunna sér jafnt drykkjarhóf sem magamál. Og
hann treysti ekki löggjöfinni til að tryggja það, að ekki
gæti brugðið út af hvoru tveggja þessu.
En á meðan svo stæði, að í þessum sökum þyrfti til
að koma hjálpandi hönd, átti hún að koma frá bróður-
þeli og með frjálsmannlegum samtökum. Einnig hér átti
við hin frjálsa samvinna.
Samgöngumálum og menningarmálum á alþingi fylgdi
Pétur ætíð með áhuga. Og í þeim málum, hvorum tveggja,
kom glöggt fram óhlutdrægni hans og víðsýni.
Mun ekki annar maður hafa unnið að vegalögum
landsins af meira réttdæmi um hlutfallslega þörf og
aðstöðu hvers landshluta og héraðs í þeim efnum. Hið
sama gilti og, þegar hnotabit og örvadrífa stóð um
það, hver elfurin skyldi brúuð í ár og hver yrði að bíða.
Og svo mikinn áhuga sem hann hafði á menntun
alþýðu, lét hann það aldrei villa sér sýn um gildi og
þjóðarsóma hærri menningar. Því fylgdi hann hugsjón
og framkvæmd háskólamáls. Vildi kappkosta, að þangað
veldust ágætir fræðimenn, og ekki sjá í nauðsynleg fjár-
framlög til þess. Af sömu völdum taldi hann sjaldnast
eftir fjárstuðning til vísindaiðkana, skálda og listamanna.
Þann tíma, sem Pétur Jónsson átti sæti á alþingi,
verður eigi séð, að þar hafi nokkur bóndi átt svo fjöl-