Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 67
Andvari
Baðhey.
63
atriði. Ól. Ól. reynist nægilegt að bæta í tóftirnar með
3—4 daga millibili. Það reynist mér ekki. Á 3. degi er
komin sýnileg mygla í efsta lagið. Á 2. degi er vafa-
!aust byrjuð myglumyndun, þótt hún sé ekki sýnileg og
komi þess vegna ef til vill ekki að sök. Mygla, hvað
lítil sem er, rýrir vafalaust heyið, jafnvel þótt það sé enn
lostætt og gott fóður. Það bezta er áreiðanlega að bæta
í tóftirnar á hverjum degi, annanhvern dag kemur ekki
að sök, en ef lengra líður á milli, er það vafalaust til
hins lakara.
Þegar taflan er athuguð, þá sést undir eins, hvað hey
í 6ömu tóft, þ. e. með sömu verkun, getur verið mis-
jafnt, hvað þá heldur, ef samanburður er gerður á öll-
um dálkunum. Ef litið er á töfluna frá sjónarmiði fóð-
urs, sem vitanlega er aðalsjónarmiðið, þá er vafalaust
mest komið undir, að mest sé af holdgjafaefnum, kol-
vetnum (önnur efni) og hráfeiti. Holdgjafaefnin eru
minnst 6,38°/o í G. G. 1, mest 18,25°/o í Kalk II 3. Kol-
vetnin minnst 27,10°/o í Kalk II 3, en mest í Loftsstaða-
heyi 43,04°/o. Hráfeiti er minnst í sýnishorninu frá Skála-
vík 3,550/o, en mest 6,470/o í G. G. 1. Nú er ekki nóg,
að sem mest sé af holdgjafaefnum, aðalatriðið er, að
þau séu í meltanlegu ástandi, en þetta tvennt þarf alls
ekki að fara saman. T. d. er Vatn 3 eins gott fóður og
Vatn 1, Salt 2 er betra fóður en Salt 1, Kalk II 2 betra
fóður en Kalk II 1. Þessu er eins varið með þurrheyið:
I er betra fóður en II, þó að það innihaldi minna af
holdgjafaefnum. Af því hvað einstök sýnishorn geta verið
misjöfn, þá fæst betri samanburður með því að taka
meðaltölur, eins og tafla III sýnir, til að bera saman.
Tafla III.
Til gleggra yfirlits er vafalaust einfaldast að taka hvern