Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 19
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
15
mundi það, ef sannað yrði, að hann væri til, geta orðið
hið beittasta vopn í okkar höndum til framgangs sjálfs-
stjórnarkröfum okkarc.
Pétur á Gautlöndum varð yfirforingi Þjóðliðsins í upp-
hafi og endurkosinn til þess árlega, meðan það stóð og
starfaði. — Hann mun hafa átt drýgstan þátt í skipulagi
þess og lagasetning.
Hver félagsmaður galt árlega 1 krónu í félagssjóð.
Sveitarstjórar heimtu gjaldið og færðu það yfirforingja.
Hann sá um fjárhald og framkvæmdir samkvæmt fyrir-
mælum aðalfundar. En árlegur aðalfundur, skipaður
kjörnum fulltrúum fylkinganna, hafði ákvæðis og úrslita-
vald um stefnu og starf Þjóðliðsins. —
Sem foringi liðsins beittist Pétur mikið fyrir útbreiðslu
þess. Hann ritaði bréf til merkra manna víðs vegar um
land; einkum sneri hann sér til alþingismanna. Skýrði
frá tilgangi þessara samtaka og fyrirkomulagi hér í
sýslu. Hvatti til liðssafnaðar og almenningsþátttöku. —
Af bréfum til hans má sjá, að hann fekk margar góðar
undirtektir, út af þeirri »stóru hugsjón og djarfmannlegu*.
En um liðsmenn varð fátt utan Þingeyjarsýslu. Þó mun
hugmyndinni hafa verið hreyft á nokkrum stöðum, eink-
um í Húnavatnssýslu. — Þrír alþingismenn gengu í
Þjóðliðið: Einar Ásmundsson í Nesi, sr. Benedikt Krist-
jánsson í Múla og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. —
Það vannst eigi að skapa þjóðmálaflokk, og einungis
þess vegna féll þessi hreyfing niður eftir fá ár. En það
var ekki deyfð yfir liðsflokknum hér um sveitir. Enda
má finna að hann orkaði nokkru. — Þjóðliðið átti frum-
kvæði að Þingvallafundinum 1885 og vann að undir-
búningi hans. En sá fundur vakti fjörkipp í landinu um
áhuga almennings á stjórnarskrármáli þjóðarinnar. Þjóð-
liðið sendi af sinni hálfu tvo menn á fundinn, Pétur á