Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 10
6
Pétur Jónsson á Gautlóndum.
Andvari
nefnd annaðist ritstjórn. Það var skrifað um marga hluti,
búnaðarmál, sveitarstjórn, landsmál, trúarbrögð og bók-
menntir. Þar birtust sögur, þýddar og frumsamdar, og
nýort kvæði. Harla misjafnlega var með efni farið, þar
sem margir viðvaningar áttu hlut að.
Samhliða þessari bóklegu vakning, og af skyldum
rótum runnið, var um þetta leyti farið að tíðka almenn-
ar samkomur í sveitum til íþróttaiðkana og skemmtana.
Þeir fundir urðu beinlínis menningartæki. Þar var sungið
í flokki, ræður haldnar, sögur upp lesnar, kvæði flutt,
glíma þreytt, hvert sem var á grónum bala, sléttu hjarni,
eða gólfi inni. Þá var sund sýnt, ef á þeim tíma var, að
hægt væri, og enn fleira til gamans gert.
Sumardagurinn fyrsti, sólstöður á sumri, þvílíkir náttúr-
legir tyllidagar þóttu sjálfkjörnir til slíkra samfunda.
Og þvílíkir hátíðisdagar, haldnir á hverjum tíma árs,
sem vera skyldi, sóttir af ungum og gömlum og gerðir
góðir af sameiginlegum vilja allra — þeir hafa orðið
minnisstæðir mörgu sveitarinnar barni.
-----Þrír menn áttu drýgstan þátt í nýbreytni þess-
ari, andlegri vakningu og menningarþróun í sveit sinni.
Þeir, Jón Jónsson — síðar Jón í Múla —, Jón Stefáns-
son — Þorgils gjallandi —, og Pétur Jónsson á Gaut-
löndum.
Pétur Jónsson fæddist á Gautlöndum 28. ágúst 1858.
Faðir hans var Jón Sigurðsson bóndi á Gautlöndum,
hinn þjóðkunni alþingismaður og héraðshöfðingi. En
kona Jóns Sigurðssonar, móðir Péturs og þeirra Gaut-
landasystkina, var Solveig Jónsdóttir prests, Þorsteins-
sonar í Reykjahlíð. — Þóttu þau mörgu systkin, upp-
komin börn þeirra sr. Jóns og konu hans, Þuríðar Hall-