Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 106
102
Fræræklar- og kornvrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
uðust og auðsætt væri, að þar sé um arðvænlega rækt-
un að ræða, mundu tilraunirnar vaxa og verða að stærri
ökrum hjá þeim, er þessar tilraunir gerðu. Nú vilja
menn, ef til vill, halda því fram, að þessi aðferð hafi
verið notuð áður og ekki orðið að gagni, en þá er til
þess að svara, að þá var öðru vísi ástatt en nú, ekki
landvant útsæði og ekki sú verkkunnátta og þekking,
sem nú er fyrir hendi. Eru því meiri líkur fyrir, að
smátilraunir, sem framkvæmdar væru eftir fyrir fram
ákveðnum reglum og með íslenzku útsæði, gætu orðið
til þess að vekja áhuga og réttlátan skilning á gildi
kornyrkjunnar fyrir íslenzkan búskap.
Kem eg þá að því atriði, sem mestu varðar, og það
eru ræktunarreglurnar.
Verður hér í fáum dráttum skýrt frá, hvað útheimtist
til þess, að tilraunirnar stefni að réttu marki.
Það fyrsta, er menn þurfa að hafa í lagi, er, að það
land, sem notað er til þessara tilrauna, sé algerlega
friðað. Góð netgirðing eða 6 strengja gaddavírsgirðing.
Án þess að landið sé örugglega girt, þýðir ekki að
byrja á kornyrkjutilraunum eða annari þeirri rækt, sem
ekki má verða fyrir átroðslu.
]arðvinnslan þarf að vera vönduð. Bezt að plægja
landið seinna part sumars eða að haustlagi og herfa
seinna part vetrar.
Hentugasti jarðvegur er leirmóar eða sandkenndur
leirmóajarðvegur, vel unninn og með nægilegum áburði.
Vel má sá byggi í nýbrotið land, en þar þroskast það
seinna en ef jarðvegurinn hefir verið ræktaður, t. d.
með höfrum, annaðhvort til þroskunar eða til grænfóðurs,
árið á undan. Betra er að sá höfrum í nýbrotið land
en byggi, og ættu menn að reyna að koma því þannig
fyrir, að rækta hafra á 1. ári og á 2. ári bygg, 3. ári