Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 88
84
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvar*
fram yfir forfeður vora, komi að sem mestum notum,
þarf að hefja viðleitni, sem stefnt er að þeim viðfangs-
efnum, er horfa til framfara um ræktun.
Þessi viðleitni er nú að nokkru hafin, þótt í smáum
stýl sé, á Sámsstöðum í Fljótshlíð með stofnun gras-
fræræktar þar.
Grasfræræktarstöðin á Sámsstöðum tók til starfa vorið
1927, og nær því starf hennar að eins yfir 3 ár. Er
það hugmynd mín að gera grein fyrir starfi stöðvar-
innar í aðaldráttum. Starfseminni má skipta í tvo stóra
flokka, grasræktartilraunir og kornyrkjutilraunir.
Áður en stofnunin hófst á Sámsstöðum, var lítils háttar
byrjað á þessum tveimur tilraunaflokkam í gróðrarstöð-
inni í Reyhjavík.
Árið 1923 var safnað töluverðu af grasaeinstakling-
um og þeir gróðursettir með hæfilegu vaxtarrými, svo
að unnt yrði að sjá, hvernig hver planta (þ. e. ein-
staklingur) dafnaði við ræktun í góðum jarðvegi. Ár
hvert var hver einstaklingur athugaður og tekið fræ af
þeim. Enn fremur var fræ tekið af þeim og rannsakað
gróþróttur og fræþyngd.
Að þessu var unnið 4 sumur eg fræið rannsakað á
veturna til ársins 1927, eða þar til er stöðin, sem átti
að vinna að þessum verkefnum, tók til starfa.
Þegar rannsóknir á íslenzku grasfræi leiddu það í
ljós, að okkar þýðingarmestu grastegundir, eins og vall-
arsveifgras (Poa pratensis), túnvingull (Festuca rubra),
snarrótarpuntur (Dechampcia cespitosa), háliðagras (Alo-
pecurus pratensis), hásveifgras (Poa trivialis) o. fl.,
bera hér fullþroska fræ í ágústbyrjun og fram í miðjan
september eftir árferði.
Það hefir og enn fremur komið í Ijós, að fræ þeirra
tegunda, sem ná hér fullum lífeðlislegum þroska, er