Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 80
76
Baðhey.
Andvari
slælti en úr há, vegna meiri og langdregnari hitaumleit-
ana í heyinu. Sennilega kemur þetta af því, að slegið
er of seint.
11. Hvort fengur er að því að nota salt eða kalk í
vothey, verður af þessum rannsóknum ekki sagt með
fullri vissu; þó benda þær í þá átt.
12. Baðhey hefir ekki deyfandi áhrif á kynhvatir
sauðfénaðar.
13. Þótt ær séu eingöngu fóðraðar á baðheyi, þá er
engin frekari hætta á, að þær láti lömbunum. Fóstrið
tekur eðlilegum þroska og er heilbrigt og vankalaust
við burð.
Niðurlag.
Afkoma íslenzks landbúnaðar er aðallega komin undir
tvennu: 1. Að fá sem mest fyrir afurðirnar og 2. að
framleiðslan kosti sem minnst. Um fyrra atriðið mætum
við samkeppni annarra þjóða. Okkar verstu keppinautar
munu vera Ástralía, Nýja-Sjáland og Argentína. í þess-
um löndum gengur peningur sjálfala árið um kring. Þau
geta framleitt ket fyrir sáralítið verð. Við njótum þess,
að þessi lönd eiga langt að sækja á okkar markaði. En
heimurinn minnkar með hverjum degi. Með þessum stóru
flutningaskipum, sem taka tugi þúsunda skrokka í einu,
leggst sáralítið á hvert kíló fyrir flutninginn og því minna,
að skipin hafa nóg að flytja hina leiðina líka. íslend-
ingar aftur á móti eiga við óblíða náttúru að búa og
þurfa miklu meira að kosta til sinnar framleiðslu. Fén-
aður okkar krefst húsaskjóls, fóðurs og hirðingar mik-
inn hluta ársins. Eg sé ekki, að verulegur sparnaður sé
mögulegur, nema í öflun fóðurs. Það er þess vegna afar
þýðingarmikið fyrir ísl. landbúnað, að öflun vetrarfóðurs
sé eins einföld, ófólksfrek og tilkostnaðarlaus og frekast