Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 114
110
Um lestaferðir Borgfirðinga.
Andvari
Sexboraðar skeifur voru hafðar undir reiðhesta. Voru
þær kallaðar »dragstöppur«, og var þá járnað með
fínni nöglum, sem nefndar voru fjaðrir, sem líktust þeim,
sem nú eru notaðar, að öðru en því, að þær voru slyttri;
svo var og um hestskónaglana líka. Fjaðrir og hestskó-
naglar voru oftast beygðir upp á hófinn og ekkert af
þeim klippt. Þessir heimatilbúnu naglar voru miklu hald-
betri en fjaðrir þær, sem nú tíðkast. Voru oft sömu
naglarnir notaðir oftar en einu sinni, þar til er þeir
voru uppslitnir.
Fátítt var það hjá sveitamönnum, að hestar sliguðust,
en það bar eigi svo sjaldan við hjá kaupafólki því, sem
fór hina löngu fjallvegi sunnan úr veiðistöðum og norður
í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Voru því vesalings-
fóiki fengin tuskuhross í slíkar ferðir. Kunni líka margt
af því lítið með skepnur að fara og hrúgaði stundum
hverjum ábagganum á annan, þar til er komnar voru
drápsklyfjar. Ef svo hrossið sligaðist, var sízt getið til,
að slysið hefði orsakazt af þunga klyfjanna, heldur hins,
að eitthvað óhreint væri á þeim slóðum, er það vildi til.
Meðan sú venja tíðkaðist, að fara með folaldshryssur
í ferðir, kom það oft fyrir, að þær klumbsuðu, þó að
lestamenn væru ekki taldir neitt gálausir. Þurfti ávallt
að gæta hinnar mestu varúðar, að slíkt yrði ekki að
slysi. Þegar svo óheppilega vildi til, að hryssur klumbsuðu
fjarri bæjum, var þeim dauðinn vís. Þegar til bæja náð-
ist, hvera eða heitra lauga tókst að bjarga þeim, með
því að nudda háls þeirra og höfuð alveg látlaust upp
úr heitu vatni. Bjargaði það ævinlega, væri nóg þol og
stöðuglyndi í mönnum að linast ekki við þessar lækningar.
Flestir menn hér um Borgarfjörð gerðu reiðhesta
sína upp í tagl, áður en þeir fóru þeim á bak. Var það
gert þannig, að hnútur var hnýttur á taglið. Væri taglið