Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 105
Andvari
Frærækfar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
101
okkur árangur þeirra. Vér, sem nú lifum, höfum mjög
mörg ráð til að láta það betur heppnast, sem gert er,
en fortíðin hafði.
Ráðið til þess að vinna að koma á og skapa korn-
yrkju hér á landi er fyrst og fremst þær tilraunir, sem
nú er verið að gera með sáðtíma, afbrigði, kynbætur og
ræktunaraðferðir.
Slík starfsemi á að verða undirstaðan, þar sem leitað
er að þekkingu og mynduð aðstaða til þess, að menn
þeir, sem vilja prófa slíka ræktun, geta fengið útsæði,
sem er landvant, og reynslan er búin að sýna að getur
náð fullum þroska, þegar rétt er með farið.
Og hið sama gildir um margt fleira í atvinnulífinu,
að tilraunastöðvar eru einmitt grundvöllur að hagnýtum
framkvæmdum.
Eg hefi hugsað mér að þeir, sem hefðu áhuga á því
að reyna t. d. byggrækt, fengju útsæðið héðan, og fyrst
væri revnt í smáum stýl, en vandað til framkvæmdanna
og farið sem mest eftir fyrir fram settum reglum, er
væri hægt að veita héðan frá stöðinni.
Undanfarið sumar voru 4 bændur á suðurlandsundir-
lendinu, sem reyndu byggrækt, og flestir í smærra stýl,
og eftir því sem eg hefi frétt, hefir ræktunin gengið
sæmilega, svo að ekki sé ofsagt, þrátt fyrir hið óhag-
stæða haust. Leiðin til þess að koma kornyrkjunni á,
þótt ekki væri nema á suðurlandsundirlendinu, eru þessar
smátilraunir, og eins það, að ungir menn, sem læra
vildu og kynnast frumatriðum kornyrkju, dveldust hér
yfir sumartímann, og á þann hátt fengju þá starfsháðu
kunnáttu, er kornyrkjan þarfnast til sinna framkvæmda.
Æskilegt væri, að nokkrir bændur eða bændasynir
í hverri sýslu á landinu vildu gera smátilraunir með
bygg og hafra til þroskunar. Ef slíkar tilraunir heppn-